Bækurnar
- Þríleikurinn
- Bók 1
- Bók 2
- Bók 3
Höfundurinn
- Um Pullman
- Viðtal 1
- Viðtal 2
Kvikmyndir
- Mynd 1
- Myndir 2+3
- Dómar
Annað
- Fylgjur
- Orðasafn
- Persónur
- ENGLISH
Vefmeistari

 

ORÐALISTI
HUGTÖK ÚR ÞRÍLEIKNUM
(Fleiri orð á leiðinni ... smelltu á orð til að skoða eða flettu niður síðuna)

AFLAUSNARRÁÐIÐ (The General Oblation Board)
Stofnun sem er að hluta til í einkaeign, en starfar samt innan kirkjunnar. Aflausnarráðið er ekki ábyrgt gagnvart Æðstaráðinu (Magisterium), en virðist starfa utan vébanda þeirra, og öðlast stöðugt meiri völd.
......
Hugtakið oblation merkir fórn eða fórnarathöfn, en er einnig notað í kaþólskum sið yfir kvöldverðarsakramentið, eða vínið og brauðið sem neytt er við þá athöfn. (Við þekkjum oblátur á íslensku, sem litlu hveitikökurnar sem neytt er við altarisgöngu).
......
Á miðöldum gáfu sumir foreldrar börn sín til kaþólsku kirkjunnar, til að þau yrðu munkar og nunnur, og voru þá börnin kölluð oblates (ég kalla þau „offur“ í bókinni), en með þessu keypti fjölskyldan sér syndaaflausn. Þannig var börnunum á vissan hátt fórnað, og dregur aflausnarráðið (The General Oblation Board) nafn sitt af öllum þessum merkingum.

AFLARAR (Gobblers)
Orð sem fólk notar yfir flokk manna sem ræna börnum um allt England. Orðið gobbler á ensku getur þýtt mathákur, en er einnig dregið af upphafsstöfum General Oblation Board (G.O.B.). Þýðandi var í vandræðum með að finna orð fyrir þessa stofnun á íslensku, þar sem stytting á sama orði þyrfti að duga sem annað nafn yfir þá sem tilheyrðu stofnuninni. . Þar sem stytting á aflausnarráðinu gæti verið aflarar og þeir „afla“ sér barna, fannst þýðanda þetta orð tilvalið.

AGADÓMSTÓLL KIRKJURÁÐSINS (the Consistorial Court of Discipline)
Ein af þeim stofnunum sem heyra undir Æðstaráðið í Genf. Agadómstóllinn sér um að halda uppi aga og rannsakar mál sem varða villutrú. Hann ákveður líka refsingu fyrir þá seku.

ALEÞÍUVITI, GYLLTI ÁTTAVITINN (Alethiometer, the golden compass)
Tæki sem skólameistarinn í Jórdanarskóla gefur Lýru en hann fékk það frá Asríel lávarði. Orðið aleþía merkir sannleikur á forngrísku. Aleþíuvitinn gengur fyrir Dufti en hann getur svarað spurningum sem notandinn myndar í huga sér. Þessi umræða í Gyllta áttavitanum ætti að skýra notkun hans:

......„Til hvers er hann, Farder Coram?“ spurði John Faa. „Og hvernig les maður af honum?“
......„Allar þessar myndir meðfram brúninni,“ sagði Farder Coram, og hélt honum varlega á lofti undir athugulu augnaráði John Faas, „þær eru tákn sem hvert um sig stendur fyrir ótal hluti. Tökum til dæmis akkerið þarna. Í fyrsta lagi merkir það von, því vonin heldur í mann eins og akkeri svo maður villist ekki af leið. Í öðru lagi merkir það stöðugleika. Þriðja merkingin er hindrun eða tálmi. Fjórða merkingin er hafið. Og svo framvegis, allt upp í tíu, tólf eða jafnvel endalausa röð merkinga.“
......
„Og þú þekkir þær allar?“
......
„Sumar hverjar, en til að lesa merkinguna til fulls þyrfti ég bókina. Ég hef séð bókina og ég veit hvar hún er, en ég hef hana ekki undir höndum.“
......
„Við komum aftur að því,“ sagði John Faa. „Haltu áfram að segja okkur hvernig maður les af vitanum.“
......
„Maður hefur þrjá vísa sem maður getur stjórnað,“ útskýrði Farder Coram, „og þá notar maður til að leggja fram spurningu. Með því að beina þeim að þremur táknum getur maður spurt hvaða spurningar sem er, þar sem hvert þeirra hefur dýpri merkingu. Þegar maður er búinn að spyrja byrjar nálin að sveiflast um og bendir á fleiri tákn sem veita svar við spurningunni.“
......
„En hvernig veit hann hvaða merkingu maður er að hugsa um þegar maður leggur fyrir hann spurninguna?“
......
„Ah, hann veit það ekki sjálfur. Hann virkar aðeins ef sá sem spyr hefur merkinguna í huga. Fyrst og fremst verður maður að vita allar hugsanlegar merkingar og þær eru fleiri en þúsund. Síðan þarf maður að geta haldið þeim í huga án þess að vera órólegur eða reka á eftir svari, og bara fylgjast með því hvernig nálin flakkar. Þegar hún hefur lokið ferlinu veit maður hvert svarið er.“

Gyllti áttavitinn sem Lýra fékk í hendurnar er einn af þeim 6 sem hafa verið gerðir í hennar heimi. Í hennar Oxford eru til fjölmargar bækur um mögulega túlkun táknanna.

AMBURMAGN (anbaric current)
Í heimi Lýru er amburmagn eins konar rafmagn. Pullman segir sjálfur: ""I looked up the word electric, and I found that it came from the Greek word for amber. The Greeks knew that if they rubbed a piece of amber, they could create static electricity. Then I looked up the word amber, and found it came from the Arabic word anbar."
......Í fyrstu hafði þýðandi hugsað sér að kalla þetta „anbarmagn“ og ég var nýbúin að skila af mér þýðingunni á fyrstu bókinni þegar ég byrjaði á þeirri næstu. Í Lúmska hnífnum er samtal milli Lýru og Will þar sem þau ræða fyrirbærið - með skírskotun í steininn sem nafnið er dregið af - og ég breytti þessu í fyrstu bókinni, rétt áður en hún fór í prentun! Hér er samtalið, sem byrjar á því að Lýra útskýrir hvað tilraunaguðfræði er:

......„Þeir vita allt um öreindir og frumkraft,“ útskýrði hún. „Og ambursegulfræði, svoleiðis dót. Kjarnorku.“
......„Hvaða segulfræði?“
......„Ambursegulfræði. Eins og amburmagn. Ljósin þarna,“ sagði hún og benti upp á skrautlegan ljósastaur, „eru amburmagnsljós.“
......„Við köllum þetta rafmagnsljós.“
......„Rafmagns. . . Það er eins og raf. Raf er svona steinn, eins og skrautsteinn, sem er gerður úr sérstakri trjákvoðu. Stundum eru skordýr í honum.“
......„Þú meinar ambur,“ sagði hann, og þau sögðu í kór: „Ambur. . .“
...... Og hvort um sig sá eigin andlitssvip endurspeglast í andliti hins. Will mundi lengi eftir þessu andartaki.
......„Jæja, rafsegulfræði,“ hélt hann áfram og leit undan. „Hljómar eins og það sem við köllum eðlisfræði, þessi tilraunaguðfræði ykkar. Þú þarft að finna vísindamenn, ekki guðfræðinga.“

BLIKMYND (photogram)
Í fyrsta kafla er talað um „photograms“ sem er orðið í veröld Lýru yfir ljósmyndir í okkar heimi. Þær fengu nafnið „blikmynd“ - sbr. kvikmynd. En myndirnar sem Asríel lávarður sýnir eru „slides“ eða skyggnur þar sem þar er um að ræða blikmyndir sem breytt hefur verið í skyggnur til þess að varpa þeim á vegg.

BRYNJUBIRNIR, PANSARABERSAR (armoured bears, Panserbjörne, )
Í veröld Lýru hafast talandi ísbirnir við á norðurslóðum. Þeir klæðast herklæðum sem eru eins konar sál þeirra þar sem ísbirnir hafa ekki fylgjur eins og mannfólkir. Birnirnir nefnast á norrænu tungumáli Panserbjörne, sem hlutu nafnið „pansarabersar“ á íslensku („pansari" er eins konar brynja og „bersar“ eru birnir. Þessi tegund ísbjarna býr aðallega á eyjunni Svalbarða, norðan Noregs. Á ensku er vísað til þeirra sitt á hvað sem Panserbjörne eða „armoured bears“ og ég nota að sama skapi „pansarabersar“ eða „brynjubirnir“.

DUFT (Dust)
Dularfullar agnir sem koma af himni og dragast að fullorðnu fólki. Duft virðist leiða í ljós það sem gerir mannverur sérstakar og frábrugðnar öðrum skepnum. Kirkjan hefur ýmsar skoðanir á Dufti, en virðist telja nauðsynlegt að kanna það betur, þar sem fróðleikur um Duft færir völd.
......
Nafnið á þessu fyrirbæri kemur úr Biblíunni, eða þeirri Biblíu sem tilheyrir heimi Lýru - en sú útgáfa er aðallega frábrugðin okkar þar sem Adam og Eva hafa fylgjur. Ég hafði í fyrstu ætlað að þýða orðið beint sem „ryk“ en þá gat tilvitnunin í Biblíuna (í Lýru heimi) á bls. 337 ekki staðist:

„Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að duft ert þú og til dufts skalt þú aftur hverfa. . .“

Ekki var hægt að segja að við yrðum að „ryki“ - enda á „duftið“ ágætlega við.
......
Þessar tilvísanir í Duft eiga skírskotun í Paradísarmissi Miltons, þar sem talað er um myrkar agnir, og „myrk efni“ eins og sést í tilvitnuninni fremst í bókinni, sem þú getur líka séð hér. Þar er talað um að djöfullinn reyni að búa til nýjan alheim úr þessum myrku ögnum, þar sem hann stendur á vítisbarmi. Þessar ljóðlínur eiga mjög vel við örlagastundina í bókarlok, þar sem Asríel stendur á barmi veraldar og reynir að nota myrkar agnir til að komast í annan heim.

AFTUR EFST Á SÍÐU

FYLGJUR (dæmons)
Sú hugmynd Philip Pullman að láta hverja manneskju hafa fylgju hefur vakið mikla athygli. Fylgjur eru eins og sál manns og samviska um leið. Þær eru yfirleitt alltaf af gagnstæðu kyni við mannslíkamann sem þær fylgja. Bernie aðstoðarkokkur í Jórdanarskóla hefur þó fylgju af sama kyni - og mér dettur í hug að það sé ef til vill vegna samkynhneigðar hans.
......
Þegar mannveran er barn getur fylgjan breytt um líki að vild til að endurspegla tilfinningar og áhyggjur eða gleði mannveru sinnar. En þegar barn nær kynþroskaaldri missir fylgjan hæfileikann til að breytast og tekur á sig endanlegt form sem endurspeglar á sem bestan hátt innri mann þess sem hann fylgir. Fylgjurnar eru einstök uppfinning hjá Philip Pullman. Eftir lestur sögunnar langar mann virkilega að eignast fylgju! Kíktu á fylgjusamkeppnina.
......
Orðið dæmon er Pullman talinn hafa sótt úr forngrísku, þar sem það merkir sál manns.

JÓRDANARSKÓLI (Jordan College)
Innan háskólans í Oxford eru margir undirskólar, eða colleges, en þeir hafa verið kallaðir háskólar á íslensku. Jórdanarskóli er mjög efnaður skóli, og miðstöð tilraunaguðfræði.

NORÐURSLÓÐIR (the North)
Bretar kalla gjarnan löndin á norðurslóðum (nyrsti hluti Noregs, Alaska, Svalbarða, o.s.frv.) einu nafni The North. Í bókinni er þetta staður þar sem fólk frá ýmsum löndum kemur til rannsókna. Landslagið er hrjóstrugt en fagurt, og þar búa ýmsar kynjaskepnur, t.d. nornir, Tartarar, alls konar vofur og vættir, og talandi ísbirnir. Í upphafi bókarinnar kemur Asríel lávarður með myndir af norðurslóðum, sem meðal annars sýna einkennilega borg í norðurljósunum.

SÍGYPTAR (Gyptians)
Hópur fólks sem býr á síkjabátum og kemur til Oxford á vorin og haustin til að kaupa og selja á markaðinum. Orðið á ensku er „gyptians“ - sem er eins konar blanda af orðunum gypsy (sígauni) og Egyptian (Egypti), þannig að þýðandi valdi blöndu af sömu orðum á íslensku.

EFST Á ÞESSA SÍÐU

SKYGGNUVARPI (projecting lantern)
Slides-sýningarvél sem gengur fyrir olíu. Það þarf að pumpa lofti í hana á meðan myndir eru sýndar.

TARTARAR (Tartars)
Herská þjóð sem býr á norðurslóðum og er þekkt fyrir að framkvæma aðgerð sem kallast kúpuborun („trepanning“). Sögnin trepan merkir í læknisfræðinni „að bora gat á höfuðkúpu“.

TILRAUNAGUÐFRÆÐI (experimental theology)
Fræðigrein í heimi Lýru, en innan hennar falla rannsóknir á Dufti.

ÆÐSTARÁÐ (The Magisterium)
Æðstaráðið hefur með höndum æðstu yfirráð kirkjunnar í heimi Lýru.

„Bókavörðurinn þagði um stund. Allt frá því að Jóhann Kalvín páfi flutti páfasetrið til Genfar og kom agadómstólnum á laggirnar, hafði kirkjan verið allsráðandi í veraldlegum jafnt sem andlegum málum. Eftir lát Kalvíns var páfadómur afnuminn og í hans stað kom flókinn vefur dómstóla, háskóla og nefnda sem gengu sameiginlega undir nafninu Æðstaráð. Samstarfið á milli þessara stofnana gekk ekki alltaf snurðulaust og oft var samkeppnin hörð og bitur. Biskupaháskólinn hafði verið valdamestur þessara stofnana meginhluta síðustu aldar, en á undanförnum árum hafði agadómstóllinn náð yfirtökunum sem áhrifamesta stofnun kirkjunnar, og mönnum stóð mikill beygur af þeirri stofnun. Sjálfstæðar stofnanir gátu alltaf sprottið upp í skjóli einhverrar annarrar stofnunar Æðstaráðs, og ein af þeim var aflausnarráðið sem bókavörðurinn nefndi. Bókavörðurinn vissi ekki mikið um það en það litla sem hann hafði heyrt vakti hjá honum ótta og andúð, þannig að hann skildi vel áhyggjur skólameistarans.“ (s. 33-34).

Serafína Pekkala segir við Lýru á flugi þeirra til Svalbarða: „Frú Coulter er auðvitað ekki prestur en hún er atkvæðamikill fulltrúi Æðstaráðsins og það var hún sem setti á fót aflausnarráðið og taldi kirkjuyfirvöld á að fjármagna Bölvang, allt vegna áhuga hennar á Dufti. Við skiljum ekki þennan áhuga hennar. En það eru ýmsir hlutir sem við höfum aldrei skilið“ (s. 289).

Asríel lávarður segir Lýru frá uppgötvun Rúsakovs á Dufti: „Allar svona uppgötvanir, það er þær sem hafa einhver áhrif á kenningar kirkjunnar, verður að tilkynna til Æðstaráðsins í Genf. Og þessi uppgötvun Rúsakovs var svo ósennileg og furðuleg að eftirlitsmaður Agadómstóls kirkjuráðsins grunaði Rúsakov um að vera haldinn illum anda“ (s. 335).

Angels: also known as Watchers or bene elim, are large winged creatures, human-like in form but whose bodies are made of light not flesh. Angels are ancient beings whose true form is composed of intelligence and feeling. They are able to see and pass through the invisible windows between the worlds.

The Abyss: a vast and dark emptiness that lies beyond all worlds. Devoid of all living matter, the Abyss acts as a vacuum for Dust, drawing it in and destroying it. Lyra and her entourage must travel the edge of the abyss between the world of the Dead and the Living.

Consistorial Court of Discipline: the disciplinary arm of the Magisterium, it is the Court's duty to investigate acts of heresy and exact punishment against those found guilty. Although both the Society and the Court act in the interest of the Church, they are competitive and attempt to keep their discoveries secret from each other and from the other branches of the Magisterium.

Gallivespians: a diminutive people whose short stature - no taller than a human's hand span - belies the deadly poisonous sting held in the spurs of their ankles. Because of their exceptional smallness, Gallivespians make useful spies, though their haughty behavior would certainly give them away were they larger in size.

Gyropter: small military air vessel, similar in form to a heliocopter.

Intention Craft: created by Lord Asriel's iron-works, the intention craft is a flying machine that is operated by both an individual and his/her daemon. Once both person and daemon are strapped in, the craft is able to read their intentions and fly where they wish.

Kingdom of Heaven: The world where the Authority and Metatron reign. It is Lord Asriel and his allies' hopes to establish a Republic of Heaven.

Mulefa: cattle-like creatures dependant on large round seedpods they use as wheel attachments at the bottoms of their legs. The Mulefa live in communal societies that are very much in touch with the natural world that surrounds them. It is through her contact with the Mulefa that Dr. Mary Malone discovers the Amber Spyglass and uncovers the mystery of the disappearing scraf. The word Mulefa simply means people.

The Society of the Work of the Holy Spirit: the research arm of the Magisterium that tests and classifies heretical speculation. Members of the Society are sworn to poverty and chastity, but not to obedience, as it is necessary to their work that speculation should be allowed.

Specters: phantom-like beings that feed on the consciousness of adults leaving them zombie-like and void forever after. Children are unable to see these hideous creatures.

Sraf: the Mulefa word for Dust. Mulefa have the ability to see Scraf with their naked eyes. Large quantities of Scraf accumulates around conscious things that allow the Mulefa to determine that Mary Malone is a thinking being like them.

Tartars: a warlike people who live to the north and are known to perform a scalping operation called trepanning. They sometimes perform this operation on themselves to let in more Dust.

Tualapi: gigantic, white malevolent birds that periodically attack Mulefa settlements destroying buildings and raiding food stores.

Zalif: the Mulefa word for individual.

Zeppelin: large military air vessel constructed of heavy oiled fabric filled with gas.