Bækurnar
- Þríleikurinn
- Bók 1
- Bók 2
- Bók 3
Höfundurinn
- Um Pullman
- Viðtal 1
- Viðtal 2
Kvikmyndir
- Mynd 1
- Myndir 2+3
- Dómar
Annað
- Fylgjur
- Orðasafn
- Persónur
- ENGLISH
Vefmeistari

 

Kynningarmyndbandið
Þegar ég horfði á þetta kynningarmyndband fékk ég gæsahúð aftan á hálsinn. Rosalega er þetta vel gert! Desember 2007 verður góður mánuður, sannið til! Smellið hér til að skoða kynningarmyndbandið („trailer“) og ég er viss um að þið verðið jafn spennt og ég. Frábært!
30. júní 2007

Meira um myndina
Ég veit aðeins meira um myndina núna (og er búin að finna plakatið!).

Leikstjóri: Chris Weitz

Aðalleikarar:
Dakota Blue Richards

Nicole Kidman
Daniel Craig
Eva Green
Tom Courtenay
Ian McShane
Adam Godley Tónlist: Alexandre Desplat Dreifing: New Line Cinema Útgáfudagur: 7. desember 2007 (eða fyrr) New Line hyggst að sögn fara að þeirri fyrirmynd sem gafst svo vel með Hringadróttinssögu, að forsýna hluta kvikmyndarinnar fyrir nokkra valda blaðamenn og dreifingaraðila á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí - að viðstöddum aðalleikurunum, Daniel Craig og Nicole Kidman. Þar sem New Line Cinema fagnar 40 ára afmæli fyrirtækisins árið 2007 mun eflaust verða mikil hátíð hjá þeim í Cannes og kvikmyndin fær verðskuldaða athygli.

 

 

Þarna er frú Coulter (Nicole Kidman) eflaust að láta Lýru vita að hún eigi að skilja veskið sitt eftir inni í herberginu sínu - svo apinn geti stolið gyllta áttavitanum.

22. apríl 2007

Myndin er á leiðinni
Nú hefur verið tilkynnt að frumsýningardagur fyrstu myndarinnar um þríleik Pullmans verði þann 1. desember 2007. Jólin það árið verða frábær! Búið er að ráða aðalleikarana og þeir eru ekki af verri endanum:

Nicole Kidman verður frú Coulter
Daniel Craig (hinn nýi James Bond) verður Asríel lávarður
Eva Green verður Serafína Pekkala
Tólf ára stelpa, Dakota Blue Richards, leikur Lýru Belaqua. Mér tekst ekki að finna nokkra mynd af henni, en framleiðendur myndarinnar, New Line Cinema, kolféllu víst fyrir henni og segja hana lýsa upp tjaldið eins og enginn annar gæti gert. Hér er alla vega mynd af biðröðinni sem myndaðist í Cambridge þegar áheyrnarprufurnar fóru fram.

Sá orðrómur gengur að hér verði kvikmyndir sem slái við Harry Potter og jafnist á við Hringadróttinssögu. Skrifa meira bráðum
Mánudagur 21. ágúst 2006

Um bækurnar
Þeir sem
njóta þess að láta bækur heilla sig og hrifsa sig með sér inn í annan heim, þeir sem vilja gleyma stað og stund og upplifa eitthvað allt öðruvísi en þeir hafa nokkurn tíma áður upplifað, ættu að lesa þessar þrjár óvenjulegu bækur.Hvort sem þú ert 10 ára eða 90 ára, hlýturðu að hafa gaman af myrkraefna-þríleik Philips Pullman. Ég, þýðandinn (Anna Heiða Pálsdóttir), féll kylliflöt fyrir fyrstu bókinni, Gyllta áttavitanum (Northern Lights í Bretlandi, The Golden Compass í Bandaríkjunum) þegar ég las hana árið 1998. Ég las hana heilan dag og heila nótt og gat ekki sofnað fyrr en lestrinum var lokið.Láttu líka heillast! Farðu með Lýru til London, til Noregs og Svalbarða, fylgdu henni í annan heim þar sem hún kynnist Will. Flakkaðu með þeim á milli hinna ýmsu heima og loks til lands hinna framliðnu. Leyfðu þér að gráta með þeim og hlæja með þeim. Ævintýraheimur Lýru er flóknari, frumstæðari, dýpri, sorglegri en samt glaðari og vonbetri en heimur Harry Potter.

 

Síðast uppfært 22. apríl 2007
Þennan vef gerði Anna H. Pálsdóttir. þýðandi þríleiksins.