Bækurnar
- Þríleikurinn
- Bók 1
- Bók 2
- Bók 3
Höfundurinn
- Um Pullman
- Viðtal 1
- Viðtal 2
Kvikmyndir
- Mynd 1
- Myndir 2+3
- Dómar
Annað
- Fylgjur
- Orðasafn
- Persónur
- ENGLISH
Vefmeistari

 

Bók #3 í HIS DARK MATERIALS þríleiknum eftir Philip Pullman

SKUGGASJÓNAUKINN

Íslensk gagnrýni í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 11. desember, 2002 - Bókablað:

„Skelfilega spennandi“

SKUGGASJÓNAUKINN
Philip Pullman.
Anna Heiða Pálsdóttir þýddi.
Mál og menning 2002


FYRST ber að nefna að Skuggasjónaukinn (The Amber Spyglass) er lokabindi þríleiks Philips Pullman um myrkru öflin og að sagan hlaut fyrr á þessu ári hin virtu Whitbread-verðlaun, fyrst barnabóka. Fyrri bindin tvö, Gyllti áttavitinn og Lúmski hnífurinn, eru einnig margverðlaunuð verk. Viðtökur þessa ævintýris um Lýru silfurtungu og Will Parry vin hennar hafa hlotið fádæma góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Ég fullyrði að þríleikurinn stendur undir þeim, og ég skipa þessu verki í flokk með Hringadróttinssögu Tolkiens.

Þríleikur Pullmans er múrbrjótur; bækurnar þrjár eru ekki aðeins handa unglingum og fantasíulesendum, heldur eru þær einnig afar góðar fyrir jarðbundna lesendur og fullorðna. Þær rjúfa múra aldurs, tíma og flokkunar.

Atburðarásin er óvenju spennandi og þótt Pullman kunni formúluna eins og Tolkien og nokkrir aðrir framúrskarandi höfundar ævintýrasagna, þá sker útfærsla hans á hinu góða og illa sig frá eldri sögum: Barátta söguhetjunnar stendur við almættið sjálft og fulltrúa þess.

Mynd Pullmans af alvaldinu, englum, fylgjum, nornum, og öðrum þekktum verum úr sögu mannkyns og ímyndunaraflsins er önnur en lesendur eiga að venjast, og þeir geta ekki spáð fyrir um atburðarásina eða sögulokin. Þetta er því saga handa þeim sem þora að láta velgja sér undir uggum.

Uggvænlegasti þátturinn í Skuggasjónaukanum á sér stað þegar söguhetjurnar skera með lúmska hnífnum gat inní land hinna framliðnu, og stíga inn án þess að vita hvort þær eiga afturkvæmt. Segja má að þessi hluti bókarinnar sé ekki fyrir viðkvæma, á hvaða aldri sem lesendur nú eru.
Snilldin við þessar bækur er að börnin eru mennsk; með öllum þeim göllum og kostum sem því fylgja, tilfinningum, hugsunum og tvísýnu ákvörðunum. Heimurinn og hugsunin er því ekki framandi og lesandinn getur sett sig í spor söguhetjanna og fundið til með þeim.

„Frábær, skemmtileg, spennandi, hrífandi og mjög áhrifamikil saga,“ sagði sonur minn 13 ára sem hefur lesið þríleikinn, „þetta eru bestu ævintýrabækur sem ég hef lesið. Ég þurfti stundum að vaka langt fram á nótt til að finna stað til að stoppa á." (Sigursteinn J. Gunnarsson). Ég get algjörlega tekið undir þessi orð, þótt ég undanskilji Tolkien, sem ég las fyrst 13 ára: Þar er Fróði hringberinn, hér er Will hnífberinn.

Tvítug kona las líka þessar bækur og ég spurði hana álits: „Frumlegar og skemmtilegar bækur. Alveg nýir heimar, ég hef ekki lesið neitt þessu líkt áður. Þetta er mjög framandi ævintýri, ég varð hrædd á köflum, en verkið er alls ekki bara barnbók. Söguhetjurnar eru mjög sannfærandi og maður trúir á þætti í bókinni þótt maður viti að þeir séu ekki til. Ég grét í næstsíðasta kaflanum; Skuggasjónaukinn er magnaðasta bókin, en mér fannst Gyllti áttavitinn rosalega góð bók, og ég gat ekki beðið eftir að Lúmski hnífurinn kæmi út." (Særós Björnsdóttir).

Ég tel mig nú hafa sýnt fram á að þessi bók heillar alla aldurshópa. Ég mæli með henni fyrir lesendur frá 11 ára aldri og upp allan aldursskalann, hún gefur allt sem góð bók á að gefa: Spennu, ótta, gleði, hugmyndir og umfram allt uppfyllir hún nautnina sem felst í því að lesa, því hún heldur athyglinni vakandi og áhuganum einbeittum, og loks biður maður um meira og meira, og sofnar svo og dreymir framhaldið: „Will, eru þetta vofur?" sagði Lýra lágum hljóðum. „Erum við núna orðin nógu gömul til að sjá Vofur?" (bls. 231).

Gunnar Hersveinn © 2002

 

Aðdáendur þríleiksins HIS DARK MATERIALS fengu allar óskir sínar uppfylltar þegar The Amber Spyglass kom út á Englandi og í Bandaríkjunum.

Skuggasjónaukinn er algert meistaraverk og hefur hlotið einróma lof eins og hinar bækurnar.

 

AF SÍÐU Máls og menningar:

Við upphaf Skuggasjónaukans virðist heimurinn á heljarþröm. Lýra er horfin sporlaust, faðir Wills er dáinn og hann er sjálfur aleinn og ráðalaus einhvers staðar í Cittàgazze-heiminum. Honum hefur verið skipað að fara með lúmska hnífinn til Asríels lávarðar – það var hinsta ósk föður hans sem lést eftir árás nornarinnar á fjallinu – en hvernig getur Will hugsað um annað en að finna Lýru? Í fylgd englanna Baruks og Baltamosar leggur Will upp í leitina að vinkonu sinni, því aðeins sameinuð geta þau lagt Asríel lávarði lið í því mikla stríði sem hann er að búa sig undir að heyja.

Hér er saga Lýru og Wills, Rogers og sígyptanna, Asríels lávarðar og hinnar dularfullu frú Coulter, aleþíuvitans og lúmska hnífsins leidd til lykta. En fyrst þurfa Lýra og Will að ferðast um marga heima, jafnvel allt til heims hinna framliðnu …

Skuggasjónaukinn, lokabindi þríleiks Philips Pullmans um myrku öflin, hlaut fyrr á þessu ári hin virtu Whitbread-verðlaun sem engin barnabók hafði hreppt fram að því. Fyrri bindin tvö, Gyllti áttavitinn og Lúmski hnífurinn, eru einnig margverðlaunuð í heimalandi sínu og utan þess, og hlutu fádæma góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda hér á landi.

 

AF AMAZON COM, ritdómar:

„Wow, this book is probably 'better' than Tolkien!“

2 November, 2000

Reviewer: Richard Howes (Rhowes2@excite.com from Cramlington, England

Oh, my god. This is a book that was worth the 2 year wait for its release. If it was released 2 years ago, it would probably be in with a good chance of snatching book of the century from JRR Tolkien's Lord of the Rings! I grabbed this book before it was officially released in Waterstones, and could not put it down in the three days it took me to read it.

5 stars is not enough for this book, I gave Northern Lights 5 stars and this is 20 times better! I am not sure if I can stop my self from going over the 1,000 word limit here. The characters are perfect, and the story line is even better. More importantly it has a style to the writing that grabs your attention unlike (an I may upset some people here) some of those 'run of the mill' type books such as Harry Potter, which has virtually no description compared with a book of this quality and content. Philip Pullman has written (probably) the best book of all time, and the only thing I must complain about is the ending, which brought a rare tear to my eye.

However, it probably would not be talked about if ... well the ending was not like that. I am not going to spoil anyone's reading by telling them the ending, so they are just going to have to read it for themselves. Thanks Philip for another fine book!


A classic concoction of cunning and cleverness!, 6 August, 2001

Reviewer: Lewis Kirkham (music_lord_2001@hotmail.com) from Manchester, England

Pullman's third and final Dark Material's book is as phenomonal and groundbreaking as the previous two at least. Using a recipe of adventure, love, emotion and fantasy he has created a universe (well several, apparently) of his own. The first book since Lord Of The Rings to actually depict a world where you could actually live. Also in likeness to Tolkien's masterpiece, it has some amazing battles, I won't spoil it for those who haven't read it, but the final one is incredible. I found this book enthralling and read it in two days.

The plot at the start is about four or fivefold with several storylines slowly running their course. As in many adventures the seperate 'subplots' eventually merge into a wonderful finale. Then for about seven chapters at the end there is the twist that every reader was waiting for...

This book will be brilliant forever. Its greatness lies in the 'subtlety' (a word frequently mentioned in His Dark Material's 2) of the web of characters, universes and relationships. Lord Asriel for instanceis a perfeect example. A complex, sometimes unruly individual with very centred ideas. Compelling stuff...