Bækurnar
- Þríleikurinn
- Bók 1
- Bók 2
- Bók 3
Höfundurinn
- Um Pullman
- Viðtal 1
- Viðtal 2
Kvikmyndir
- Mynd 1
- Myndir 2+3
- Dómar
Annað
- Fylgjur
- Orðasafn
- Persónur
- ENGLISH
Vefmeistari

 

Bók #2 í HIS DARK MATERIALS þríleiknum eftir Philip Pullman

LÚMSKI HNÍFURINN

Íslensk gagnrýni:
„Skuggalega góð“ - Gunnar Hersveinn, Mbl. 2000)

Erlend gagnrýni:
Styttri umsagnir, blanda - Bandaríkin
Washington Post Book World
Kirkus Reviews & Publisher's Weekly
HORN BOOK MAGAZINE & BOOKLIST

Önnur bókin í Myrkraefna-þríleiknum („His Dark Materials“) nefnist á ensku The Subtle Knife. Hún kom fyrst út á Englandi árið 1997.

Bókin kom út hjá Máli og menningu í nóvember 2001 og heitir á íslensku LÚMSKI HNÍFURINN.

Will er 12 ára gamall og fremur morð í sjálfsvörn. Nú er hann á flótta einn síns liðs, harðákveðinn í því að komast að sannleikanum um hvarf föður síns.

Þá stígur Will í gegnum glugga í lausu lofti inn í annan heim og hittir þar fyrir skrítna, litla og villta stúlku, Lýru Belacqua. Hún á það sameiginlegt með Will að hún hefur sér takmark sem hún ætlar að ná hvað sem það kann að kosta.

En heimurinn í Cittagasse er einkennilegur og fullur af ógnum. Þar sveima Vofurnar um strætin, en þær éta sálir manna, og frá háloftunum berst vængjaþytur engla. Í hinum dularfulla Torre degli Angeli er að finna eitt helsta leyndarmál Cittagasse - hlut sem fólk frá hinum ýmsum heimum myndi leggja allt í sölurnar til að eignast.

Fyrsta bókin í Myrkraefna-þríleiknum, Gyllti áttavitinn, hlaut fádæma viðtökur og lof gagnrýnenda um heim allan. Hún hefur hlotið þrenn barnabókaverðlaun og setið í efstu sætum metsölulista víða um heim. Lúmski hnífurinn tryggir að þessi þríleikur verði án nokkurs vafa einn af hornsteinum barnabókmennta.

 

 

„Skuggalega góð“

LÚMSKI HNÍFURINN
eftir Philip Pullman. Þýðing Anna Heiða Pálsdóttir.
Mál og menning. 2001 - 295 bls.

Hjartað segir: Mögnuð saga! Hvílík gleði að lesa hana! „Hvar er samheitaorðabókin?“ spyr hugurinn. Mögnuð; mergjuð; bragðmikil. Hún er þetta allt. Lúmski hnífurinn smó djúpt í meðvitund mína og vakti upp minningar um fyrstu nautnirnar við lestur góðra bóka.

Sonur minn 12 ára treysti sér ekki til að bíða eftir útkomu Lúmska hnífsins, svo hann lagði það á sig í sumar að lesa hana á ensku: The Subtle Knife (Del Rey Book, 1997). Ástæðan var að fyrsta bókin, Gyllti áttvitinn (MM, 2000), í þrísögu Philips Pullman er meiriháttar ævintýra- og spennubók. Lúmski hnífurinn er jafngóð. Ég er ekki að ýkja, ég dreg úr.

Yfirheiti sagna Pullmans um Lýru Silfurtungu er His Dark Materials, og kom sú þriðja út árið 2000: The Amber Spyglass. Höfundurinn spinnur sögu sem og rekur þræði hennar inn í marga heima og tengir persónur á óvæntan hátt. Reglulega slær hjarta lesandans hraðar, reglulega er hann áhyggjufullur og reglulega finnur hann gleðina fara um æðar sínar. Hvers vegna er þetta svona gott? Vegna þess að höfundurinn er með efnið, uppskriftina og hæfileikana sem þarf til að búa til eftirminnilega og djúpa sögu.

Pullman missir aldrei sjónar af lesanda sínum, og gætir þess að hann hafi nóg að bíta og brenna á hverri einustu síðu. Ekkert er bara til að skemmta eða valda spennu, heldur þjónar allt tilgangi sögunnar, allir hafa sínu mikilvæga hlutverki að gegna.

Ævintýrið er heldur ekki úr samhengi við veruleikann, því sterkar tilvísanir eru í þróunarsögu mannsins, guðfræði mannsandans, heimspeki og sálfræði vitundarinnar. Sagan er að mínu mati fyrir lesendur frá 11 ára til 111 ára, því í henni eru gjafir spennu og gleði, og skiptir engu hvort þeir segjast fyrirfram hafa gaman af ævintýrum eða ekki. Sagan er góð.

Forna tækið gyllti áttavitinn er einskonar sannleiksviti og lúmski hnífurinn er einnig undarlegur gripur. En til að nota þessa hluti þarf að temja sér sérstakt hugarfar. Maður þarf að vera "... fær um að búa við óvissu, ráðgátur, efasemdir, án þess að þreifa með óþoli eftir staðreyndum og skynsemi - (Keats)" bls. 81. Stúlkan Lýra silfurtunga kann á áttavitann og í þessari bók hefur hún yfirgefið heim sinn með hjálp hans ásamt fylgjunni sinni Pantalæmon í leit að vitneskju. Will er ný söguhetja sem verður vinur Lýru og saman takast þau á við erfiðar aðstæður og ráðgátur sem krefjast útsjónasemi og óbilandi hugrekkis. Þau leggja í hættulega leit að föður Will og að skilningi á dularfullu efni sem kallað er duft eða skuggar.

Pullman skrifaði þessa trílógíu á árunum 1995-2000 og eru lesendur og þjóðir enn að uppgötva hana. Lokaverkið The Amber Spyglass fékk Booker-verðlaunin, fyrst barnabóka. Eitt af því marga sem dást má að í sögunni eru svokallaðar fylgjur eða dæmon. Söguhetjur í heimi Lýru eru allar með dýrafylgjur sem eru tengdar eigendum sínum ósýnilegum böndum. Fylgjur barna geta skipt viðstöðulaust um gervi en fylgjur fullorðinna eru með eina fasta mynd í stíl við karakterinn.

Núna hefur þessi hugmynd Pullmans komið við sögu íslenskra bókmennta, því í nýrri skáldsögu Þórunnar Valdimarsdóttur eru þær nefndar: "Hann er að hugsa um daimonana í trílogíu Philips Pullman, og fer ósjálfrátt að ímynda sér hvernig fylgidýr (daimon) Sólveig hefði ef hún tilheyrði þeim fantasíu-heimi. Hún er exotísk útlits, það gerir hárið. Hann er á því að dýrið sem fylgi henni sé hrafn." (bls 23. Hvíti skugginn. JVP útgáfa 2001).

Lúmski hnífurinn er ekki aðeins heill heimur af furðum, heldur margir heimar sem lesandinn þeysist á penna Pullmans á milli og nýtur til fullnustu. Lúmski hnífurinn er skuggalega góð bók og ég vona að sem flestir fái að njóta hennar. Ég tími ekki að rekja söguþráðinn því ég vil ekki hætta á að taka neitt af hinni óvæntu ánægju sem fæst við lesturinn. Þarf að segja meira? Lesið Gyllta áttavitann og Lúmska hnífinn gleðinnar vegna.

Gunnar Hersveinn

 

 

GAGNRÝNI, enska og bandaríska útgáfan

"****... this book is every bit as compelling as its predecessor. Rife with high adventure, and inhabited by a dizzying array of witches, angels, animal daemons, magic and cruel villains, the series is unique in literature... Pullman is a remarkable writer and his trilogy seems destined to become a classic..."
--Detroit Free Press

"The Subtle Knife is... every bit its own stunning book and breathtaking at every turn..."
--American Bookseller

"Now that The Subtle Knife has been released, I'll come right out and state it baldly: incredibly, it's even better than the first book..."
--Times Picayune

"We can only wait impatiently for the third volume of the trilogy..."
--St. Petersburg Times

GAGNRÝNI / Washington Post Book World

In 1996 Philip Pullman brought out The Golden Compass, arguably the best juvenile fantasy novel of the past 20 years.... We are talking about a novel that can be mentioned in the same breath as such classics as A Wrinkle In Time, Tom's Midnight Garden and The Owl Service. Actually, Pullman's book is more sheerly, breathtakingly all-stops- out thrilling than any of them.

Best of all, The Golden Compass makes up the first part of a trilogy, suggestively, even ominously, titled "His Dark Materials." For the past two years readers have waited with desperate eagerness for its second installment... The Subtle Knife turns out to be -- hurrah! -- just as quick-moving and unputdownable as its predecessor. Moreover, it builds on the gaslight romantic adventure of the first novel and prepares us for a concluding volume of almost inconceivable cosmological grandeur: War In Heaven.

...Pullman conveys all this, and more, in clean, evocative prose, keeping the action moving at a fast clip, occasionally adding featherlight allusions to "Hamlet," Icelandic sagas, Paradise Lost, and all kinds of folklore...As a writer he can describe with equal vividness the particle research of an Oxford physics lab and the spooky artifacts of the Pitt Rivers ethnological museum... He particularly excels at character drawing...
--The Washington Post Book World , August 3, 1997

GAGNRÝNI / / Publishers Weekly

More than fulfilling the promise of The Golden Compass, this second volume in the His Dark Materials trilogy starts off at a heart-thumping pace and never slows down. On the run after inadvertently killing one of the sinister men who have been stalking his emotionally disturbed mother, Will, 12, hitchhikes to Oxford to seek information about his father, an explorer who vanished in the Arctic over a decade ago. As Will searches for a place to sleep, he stumbles upon Cittagazze -- a deserted city in another world -- accessible via a sort of magic gateway located (in one of the story's many witty mixes of the banal and the unearthly) near an ordinary traffic circle. Crossing into this peculiar place, Will encounters Lyra (heroine of the previous book), who had left her own world to find out what she can about the mysterious substance called Dust.

Will and Lyra (and Lyra's daemon) join forces and travel between worlds, performing a mind-boggling multidimensional burglary, uncovering the ugly secrets of Cittagazze and gaining hold of an ancient and powerful weapon (the subtle knife of the title).

Adding to the suspense are subplots involving Lyra's former companion, the Texan balloonist Lee Scoresby; the evil but beautiful Mrs. Coulter; the fierce Northern witch clans; and the mysterious Dr. Stanislaus Grumman.

As in The Golden Compass, the Arctic settings prove a strikingly original fantasy terrain. And where the first book hinted at a defective cosmology, this work develops that theme in terms of Judeo-Christian theology. Squeamish readers should beware: the narrative touches on such grisly topics as trepanning and genital mutilation. Nevertheless, the grandly exuberant storytelling is sure to enthrall.

--Starred review from Publishers Weekly, June 30, 1997

GAGNRÝNI / Kirkus Reviews

The powerful second installment in the His Dark Materials fantasy trilogy, which began with The Golden Compass (1996), continues the chronicling of Lyra Silvertongue's quest to find the origins of Dust -- the very stuff of the universe.

The first chapter is vintage Pullman: gorgeous imagery, pulse-pounding action, the baiting of readers' affections they meet Will, 12, who is trying to protect his emotionally fragile mother and to locate his lost father, an explorer who vanished years before. Instead, Will finds a window into another world, where Lyra and her daemon have also tumbled. That world holds the talisman of the subtle knife, which can cut through anything, even the space between worlds. It wounds Will, but he is bound to it by a destiny neither he nor Lyra (nor readers) yet understand.

The witches of Lyra's world, the scientists of Will's, the passionately evil Mrs. Coulter (Lyra's mother), and Lyra's champion Lee Scoresby seek the source of the disorder in the worlds and shimmering spaces that connect them. Angels that bless and Specters that eat the wills of adults appear; tantalizing glimpses of the past and future abound; the whole is presented in a rush of sensuous detail that moves and entrances.

Pullman has so intricately woven the textures of the two books that the outlines of the first are clearly recapitulated in the second, making it possible to read this one alone. But as it, too, ends in a tremendous cliffhanger, most readers will seek out the first volume while they eagerly await the third.

--Kirkus Reviews, July 15, 1997

GAGNRÝNI / HORN BOOK

In this second book of the trilogy His Dark Materials, following The Golden Compass, the adventures of Lyra Belacqua continue, with the introduction of young Will Parry as a major protagonist.

Will comes from Oxford in our world; he is anxious to find his long-lost explorer father and struggles to protect his mother and some valuable papers from sinister men in black. He accidentally kills one and escapes through a window into a city, Ci-gazze, in a middle world where he joins up with Lyra. The two become friends and allies against a bewildering conglomeration of enemies. They are pursued for many reasons: they have both been prophesied to play leading parts in impending struggles of immense proportions; Will has become the owner of a knife of great powers, the subtle knife; and Lyra possesses the alethiometer -- the golden compass -- which can foretell the future and direct Lyra and Will to their unknown destinies.

Many characters from The Golden Compass reappear -- Mrs., Coulter continues her evil plotting in a moving episode; Lee Scoresby, the Texas aeronaut, is killed defending a lost hope to protect Lyra; Serafina Pekkala and her witches enter this middle world to lend aid to Lyra and Will. The intricacy of the plot is staggering; it is perhaps a retelling of Paradise Lost -- there are hints and portents that Lord Asriel, Lyra's father, is preparing to restage the revolt of the angels against God and that Lyra is destined to become the new Eve.

Although this volume is very much a book between the first and third -- and almost incomprehensible without having read The Golden Compass -- each of the players in this vast game is clear and distinct, and there is no doubt that the work is stunningly ambitious, original, and fascinating. Pullman offered an exceptional romantic fantasy in The Golden Compass, but The Subtle Knife is adding a mythic dimension that inevitable demands even greater things from the finale.
--September/October issue of The Horn Book

GAGNRÝNI / BOOKLIST

The epic adventure continues as the plot thickens in the second riveting book in the His Dark Materials trilogy, which began with the much heralded The Golden Compass, Booklist's Top of the List in youth fiction for 1996. This time, the story begins in our world with Will, a boy who escapes his pursuers by going through a window into another world, a world plagued by soul-sucking specters, where her encounters Lyra and her daemon, Pantalaimon.

The two youngsters join forces, moving between worlds searching for the mysterious phenomenon called Dust and for Will's long-lost father. By losing two fingers in a battle with a madman, Will becomes a warrior and the bearer of the subtle knife, which, like Lyra's truth telling alethiometer, is a talisman as well as a weapon, and, like Lyra, Will proves to be a pivotal figure in the looming battle for the universe.

Often the middle book in a trilogy is the weakest; such is not the case here despite some incidences of awkward explanations inserted as asides or as part of the narrative. It's the character development as well as the relentless pace on several fronts -- that of Will, Lyra, the witches, Will's father, and others -- and a couple of gruesome incidents that make this a resoundingly successful sequel. The cliff-hanger of an ending will leave readers desperate for the next installment."

--July issue of Booklist