Bækurnar
- Þríleikurinn
- Bók 1
- Bók 2
- Bók 3
Höfundurinn
- Um Pullman
- Viðtal 1
- Viðtal 2
Kvikmyndir
- Mynd 1
- Myndir 2+3
- Dómar
Annað
- Fylgjur
- Orðasafn
- Persónur
- ENGLISH
Vefmeistari

 

Bók #1 í HIS DARK MATERIALS þríleiknum eftir Philip Pullman

GYLLTI ÁTTAVITINN

Íslensk gagnrýni:
„Dásamleg fantasía“ (Oddný Árnadóttir, DV, 2000)
„Mikilsháttar ævintýrabók“ (Gunnar Hersveinn, Mbl. 2000)

Erlend gagnrýni:
Styttri umsagnir - Bandaríkin
Gagnrýni eftir Eve Zibart
Frá sjónarmiði Science Fiction aðdáanda
Editorial Reviews, Amazon.com

 

Fyrsta bókin í Myrkraefna-þríleiknum („His Dark Materials Trilogy“), Northern Lights, kom út á Englandi árið 1995 og hlaut einróma lof gagnrýnenda, enda hefur hún nú hlotið þrenn ensk bókmenntaverðlaun, þ.á.m. hin eftirsóttu Guardian-verðlaun og Carnegie-orðuna.

Bókin kom síðan út í Bandaríkjunum undir nafninu The Golden Compass og fékk þar afbragðsgóðar viðtökur. Hún hefur nú verið þýdd á yfir 20 tungumál.

Ég féll fyrir henni þegar ég las hana fyrst (þá stödd á Englandi) og gat ekki lagt hana frá mér. Fyrst blöskraði mér að þessi „barnabók“ væri 400 blaðsíður að lengd en eftir lesturinn fannst mér það ekki nóg! Mitt fyrsta verk eftir að ég lauk lestrinum var að byrja upp á nýtt . . . Að öðrum yfirlestri loknum nálgaðist ég bók #2 í þríleiknum, The Subtle Knife (Lúmski hnífurinn), og gleypti hana í mig líka. Hún er engu síðri.

Stuttu eftir heimkomu mína til Íslands ræddi ég við ritstjóra hjá bókaútgáfunni Máli og menningu sem einnig hafði lesið þær og var hrifin af bókinni. Okkur samdist um að ég fengi tækifæri til þess að þýða hana.

Titill bókarinnar á íslensku er GYLLTI ÁTTAVITINN og vísar til bandaríska titilsins og gyllta sannleiksvitans sem gegnir stóru hlutverki í fyrstu bókinni.

GYLLTI ÁTTAVITINN gerist í öðrum heimi en þeim sem við þekkjum.

Sérhver manneskja hefur fylgju, þ.e. dýr sem er eins konar sál hennar og samviska um leið.

Lýra Belacqua býr í Jórdanarskóla sem er hluti af háskólanum í Oxford. Í þeim heimi sem Lýra býr í hefur kirkjan helstu yfirráð yfir stjórnvöldum og vísindum. Tæknin virðist gamaldags, þar sem naftalýsing og olíulampar eru notaðir og fólk ferðast um með gufulestum, loftbelgjum og loftskipum.

Besti vinur Lýru er eldhússtrákurinn Roger. Einn daginn hverfur hann og Lýra hefur miklar áhyggjur af honum. Hún þarf fljótlega að yfirgefa Jórdanarskóla og lendir í ýmsum ógöngum sem leiða hana í langt ferðalag til norðurs, alla leið til Bölvangs í Norður-Noregi.

Þar uppgötvar hún að frú Coulter, kona sem er henni nátengd, stendur fyrir hryllilegum tilraunum sem gerðar eru á börnum. Leikurinn berst síðan alla leið til Svalbarða þar sem ættingi Lýru, Asríel lávarður, dvelur hjá ísbjörnum.

GYLLTI ÁTTAVITINN hefur verið markaðssett víða um heim sem barna- eða unglingasaga, en hún fellur í raun undir vísindaskáldsögur („Science Fiction“) og fólk á öllum aldri hefur gaman af lestri hennar.

 

ÞAÐ SEM GAGNRÝNENDUR SEGJA UM
GYLLTA ÁTTAVITANN
:

DAGBLAÐIÐ - ODDNÝ ÁRNADÓTTIR

Ekki er ofsögum sagt að Philip Pullman fari ótroðnar slóðir í ævintýrasögunni um hana Lýru, Gyllta áttavitanum. Heimurinn sem hún býr í er ekki okkar heimur en þó eiga þeir margt sameiginlegt, og svo virðist sem hennar heimur sé í rauninni samhliða okkar. Við fylgjumst með Lýru á umbrotatímum í lífi hennar. Dularfullir atburðir gerast, Lýra heyrir um Duft í fyrsta skipti og börn hverfa sporlaust. Þegar vinur hennar hverfur líka ákveður Lýra að leita hans. Sú leit dregur hana á vit ótrúlegra ævintýra og í mikla svaðilför sem óvíst er að hún eigi afturkvæmt úr.

Ég verð að taka undir umsögnina á bókarkápu því þetta er „með því magnaðasta og frumlegasta" sem ég hef lesið. Hreint og beint dásamleg fantasía sem heillar lesandann strax á fyrstu síðu. Höfundi tekst að búa til ævintýraheim sem er algjörlega sannfærandi og persónur hans eru dregnar skýrum dráttum, enda um hefðbundna baráttu góðs og ills að ræða. Lýra er ótrúlega heilsteypt persóna þrátt fyrir ungan aldur. Hún er sterk á svellinu og sannkölluð hetja þegar á reynir. Hún er ein af þessum frábæru kvenhetjum (barna)bókmenntanna og minnir stundum á Línu Langsokk því hún lætur mótlæti aldrei slá sig út af laginu. Aðrar persónur sögunnar eru ekki síður áhugaverðar og þar má líka nefna "fylgjurnar": Allir eiga sér fylgju sem er eitthvert dýr og eru órjúfanleg tengsl á milli manns og fylgju. Á barnsaldri persónunnar geta fylgjurnar breytt formi sínu og tekið á sig mynd hvaða dýrs sem er. Við kynþroska persónunnar fær fylgjan endanlega mynd og verður þá það dýr sem á mest sameiginlegt með þeim persónuleika sem barnið fær og er að nokkru leyti sál persónunnar. Umgjörð sögunnar er einnig athyglisverð. Kirkjuvaldið er allsráðandi og minnir á áhrif katólsku kirkjunnar á miðöldum. Trúin skiptir miklu máli og í sögunni má sjá ákveðnar tilvísanir í Biblíuna. Lýra á það til dæmis sameiginlegt með Jesú Kristi að vera nokkurs konar lausnari þess heims sem hún lifir í en veit ekki sjálf hvað hún gegnir stóru hlutverki.

Sagan hennar Lýru er flókið og viðamikið verk því þessi bók er aðeins sú fyrsta af þremur. Þetta er ótrúlega metnaðarfullt verk sem gerir miklar kröfur til lesenda. Ekkert er dregið undan, hvorki gæska né grimmd heimsins. Sögupersónur þurfa oft að berjast upp á líf og dauða og lífið sigrar ekki alltaf.

Þýðing Önnu Heiðu Pálsdóttur virðist aldeilis frábær því margt er framandi í texta bókarinnar og margar nafngiftir sérkennilegar. Það kemur alveg eðlilega út í þýðingunni að tala um "sígypta" og "amburmagn" svo eitthvað sé nefnt og undirrituð hnaut aldrei um klaufalegar setningar. Þetta er bók sem allir unnendur fantasíusagna, allt frá ævintýrum til vísindaskáldsagna, ættu að næla sér í. Hún ætti ekki síður að höfða til fullorðinna en þeirra sem yngri eru.


Oddný Árnadóttir, DV, 13.12.2000.


MORGUNBLAÐIÐ - GUNNAR HERSVEINN

Mikilsháttar ævintýrabók

Philip Pullman (f. 1946) höfundur Gyllta áttavitans hefur, eins og J.K. Rowling höfundur Harry Potter bókanna, komist yfir töfraformúluna að ævintýrabók. Bók hans er eins og stendur á kápunni: Ríkulega fyllt ævintýrakista.

Anna Heiða Pálsdóttir ágætur þýðandi bókar Pullmans hefur skrifað grein í Tímarit Máls og menningar um töfraformúlu J.K. Rowlings (TMM. 3. 2000, bls. 88-102) og ég get ekki ályktað annað en að fyrsta bók Pullmans af þremur um Lýru Belacqua, stúlku sem elst upp með fræðimönnum í Jórdanarskóla í Oxford á Englandi, sé einnig sköpuð með töfrum; frásagnargleði, góðri fléttu, djúpri sögu, skilningi á börnum, þrautseigju lítilmagnans, sígildri forskrift, ævintýralegum brag.

Aðrir höfundar sem kunnu töfraformúluna eru t.d. Michael Ende, C.S. Lewis og J.R.R Tolkien. Gyllti áttavitinn jafnast á við snilldarverk eins og Söguna endalausu eftir Ende, svo grípandi er hún, svo óvænt ánægja. (Yfirheiti sagnabálks Pullman er His Dark Materials: 1. The Golden Compass, 2. The Subtle Knife og 3. The Amber Spyglass. Sjá:

www.randomhouse.com/features/pullman/index.html).

Gyllti áttavitinn kom út í Bretlandi árið 1995 og hefur hlotið mikilvæg verðlaun; Guardian Children's Fiction Award, Carnegie Medal, British Book Awards sem barnabók ársins 1996. Söguhetjan, Lýra, er 11 ára gömul hugrökk stúlka, sem heldur á slóðir ísa og norðurljósa í leit að týndum börnum sem hafa horfið sporlaust. Í heimi stúlkunnar búa auk venjulegs fólks; fylgjur, nornir, talandi birnir, þjóðflokkur sem kallast Sígyptar og nokkrar aðrar kynjaverur. Lýra þarf að leysa margar erfiðar þrautir og sér til hjálpar hefur hún fágætan gylltan (sannleiks)áttavita, sem aðeins hún getur lesið af. Hún þarf að takast á við grimmd annarra, blekkingar, dauða og vináttu. Baráttan stendur um að koma í veg fyrir verk, sem sumir telja til góðs, aðrir til ills.

Heimur sögunnar annar en okkar, en þó ekki framandi, því höfundur sögunnar skrifar eins og um venjulegan heim sé að ræða. Söguhetjur leysa ekki málin með töfrum og engin lausn er einföld eða sársaukalaus, það er mögulegt að skilja tilfinningar þeirra. Þetta er heimur fyrir áhugamenn um vísindi, guðfræði, galdur og mannlegt eðli. Tími sögunnar er óræður en minnir að mörgu leyti á fyrsta tug aldarinnar, ef hugað er að loftförum og eldsneyti.

Meðal þess athyglisverðasta í sögunni eru svokallaðar fylgjur (dæmons), sem eru verur sem geta tekið á sig ýmsar dýramyndir, a.m.k. fylgjur barna. Líkt er og að sérhver maður sé bundinn gæludýrinu sínu órjúfanlegum böndum og verði ekki nema hálfur maður án þess. Fylgja Lýru heitir Pantalæmon. "Fylgjur gátu ekki farið lengra en nokkra metra frá mannverum sínum og ef hún stæði við girðinguna og hann væri fugl, þá kæmist hann ekki nær birninum. Hann ætlaði að láta reyna á teygjuna [...] Hún var svo undarleg og kvalafull þessi tilfinning þegar fylgjan manns togaði í strengina á milli; eins konar blanda af líkamlegum sársauka djúpt niðri í brjóstholinu og ofsalegum dapurleika og ást." (178-179). Samband einstaklinga og fylgna varpar ljósi á persónuleikann og líðan. Með fylgjunni veitir höfundurinn innsýn í manneðlið og skapar sér góð tækifæri í frásögn.

Í bókinni eru margar áhugaverðar persónur, sem af ýmsum ástæðum og hvötum ferðast á myrkrar slóðir norðursins og sumar alla leið til Svalbarða, upp á fjöll til að snerta aðra heima sem norðurljósin birta; Nornin Serafína Pekkala, Sígyptinn (Sígauni/Egypti) Farder Coram, Lee Scoreby loftbelgsfari sem er einskonar Han Solo (Stjörnustríð) sem vinnur gegn greiðslu en ekki af hugsjón, og Asríel lávarður og frú Coulter, sterkar persónur sem opinberast hægt og rólega í sögunni. Eftirminnileg persóna er brynjubjörninn (hvítabjörn) Jórekur Byrnisson, (sjálf)skipaður verndarengill Lýru. "Eins og ísbirnir. Þeir eru furðulegir, finnst þér það ekki? Maður heldur að þeir séu eins og fólk og svo gera þeir eitthvað svo undarlegt og grimmilegt að manni finnst að maður myndi aldrei skilja þá ... en veistu hvað Jórekur sagði við mig, hann bjó sjálfur til herklæðin sín. Fyrstu herklæðin voru tekin af honum þegar honum var útskúfað, og hann fann sér eitthvert himnajárn og bjó til ný herklæði, eins og hann væri að búa til nýja sál." (287). Segir Lýra við nornina um Jórek og svo síðar um annað mál: "Serafína Pekkala," sagði hún eftir nokkra stund, "hvað er Duft? Mér finnst nefnilega eins og öll þessi vandræði séu vegna Dufts, en það hefur bara enginn sagt mér hvað það er." (289). Duft er höfuðráðgátan í bókinni.

Lýra er skemmtilegur karakter. Hún brennur af forvitni um allt og alla, og er það ein af ástæðum velgengni hennar. Hún safnar upplýsingum og leggur saman tvo og tvo, ályktar um sterkar og veikar hliðar andstæðinga sinna. Ísbjörninn Jöfur þjáist t.a.m. af hégómagirnd og Lýra sér, í ljósi þess, bragð sem getur fellt hann, ef nauðsyn krefur.

Ég vona að Gyllti áttavitinn vísi sem flestum á galdur höfundarins, sem hefur alla lesendur/hlustendur í huga þegar hann skrifar; unga sem aldna, börn sem fullorðna, pilta sem stúlkur, karla sem konur.

Atburðarásin í Gyllta áttavitanum nemur aldrei staðar. Söguhetjur hvílast ekki milli kafla. Næsta hættuverkefni er hafið áður en Lýra, Pantalæmon fylgjan hennar og lesandinn hafa áttað sig á að áfangasigri er náð. Þindarlausir lesendur munu aðeins leggja bókina frá sér ef þeir tíma ekki að klára hana, alveg strax: "Lýra og fylgjan hennar læddust eftir dimmum borðsalnum ..." (9) og þær búa áfram með manni eftir lesturinn, í kuldanum undir norðurljósunum. Gyllti áttavitinn er mikilsháttar ævintýrabók. Látið bókina ekki fram hjá ykkur fara!

Morgunblaðið: Gunnar Hersveinn

 


OG ÝMISLEGT Á ENSKU:

"...the superb first volume of Pullman's trilogy His Dark Materials ...Pullman offers moral complexity as well as heart-stopping adventures..."
--The Washington Post, 5/5/96

"Philip Pullman has created a fantasy-adventure that sparkles with childlike wonder but is overlaid with a darker, enigmatic intensity...a work of powerful imagery and vivid settings and characters."
-- The Boston Globe, 5/5/96

"THE GOLDEN COMPASS is extraordinary storytelling at its very best."
-- The Detroit Free Press, 5/1/96

Some early raves for THE GOLDEN COMPASS:

"Let me begin by saying that Philip Pullman's THE GOLDEN COMPASS is one of the best fantasy/adventure stories that I have read in years. This is a book that no one should miss. It is exciting and involving. The characters are terrific and the story enchanting. Long after I was finished reading it, I was still thinking about Lyra and her friends. Wishing to have someone else to talk about it with, I passed it on to my wife, Judine. Judine has been involved in the retail end of bookselling for twenty years, specializing in young adult fiction. She loved the book as much as I did. We both agree it deserves strong support and should reach a wide audience. We are now in the process of recommending THE GOLDEN COMPASS to others. I am anxious to read the next installment...I foresee much success for the series and its talented author."
--Terry Brooks, author of The Sword of Shannara

"I'm enormously impressed and delighted to have an advance look at Philip Pullman's splendid book. It's a rich combination of high fantasy, high drama, and intense emotion. The evocation of ancient mythologies, Scandinavian among others, adds fascination to the new and different world of Philip Pullman's creation; a world thoroughly realized, completely convincing. Best yet, this volume promises to be the beginning of an ongoing major literary effort. Readers can only wait impatiently."
--Lloyd Alexander, author of the Prydain Chronicles, Newbery Medalist for The High King

"I was sorry it didn't go on and on -- and pleased to see that it is only Book One, so that I have Two and Three to look forward to....a completely absorbing fantasy....I'm tempted to say that I wish I'd written it. But I don't. I'm glad Philip Pullman did, so that I could have the pleasure of reading such an original and fascinating novel."
--Lois Lowry, Newbery Medalist for The Giver and Number the Stars

In The Golden Compass, Philip Pullman has written a masterpiece that transcends genre. It is a children's book that will appeal to adults, a fantasy novel that will charm even the most hardened realist. Best of all, the author doesn't speak down to his audience, nor does he pull his punches; there is genuine terror in this book, and heartbreak, betrayal, and loss. There is also love, loyalty, and an abiding morality that infuses the story but never overwhelms it. This is one of those rare novels that one wishes would never end. Fortunately, its sequel, The Subtle Knife, will help put off that inevitability for a while longer.
--Alix Wilber From Parents' Choice®

Philip Pullman's acclaimed epic novel about missing children, a golden, truth-divining compass and a young girl and her "daemon" who are catapulted into a life-and-death struggle against dark forces, is transformed into spellbinding theater for the imagination, thanks to a flawless British cast and Pullman's own narration.
A 1999 Parents' Choice® Gold Award Winner. (Lynne Heffley, Parents' Choice®).

Philip Pullman has created a stunning alternate universe peopled by those who seem familiarly human and by miraculous creatures: daemons, armored bears, witches. But now something sinister is abroad in this strangely modern, strangely archaic world, and 12-year-old Lyra Belacqua must try to discover the truth. Into this complex scenario marches Pullman and a remarkable group of readers, expanding the book in a way one might have thought impossible.
Midwest Book Review

It takes some time to absorb Pullman's setting: a quasi-fantasy where humans work with chameleon-type small demon familiars, and where a wild palace child finds herself involved in a dangerous mystery of missing children and a calling to head north. When older YAs have absorbed this fantasy setting, the real thrill begins in enjoying a complex tale in which a girl's personal battles reach into larger issues affecting the world.
This text refers to the hardcover edition of this title

Gagnrýni eftir Eve Zibart af Bookpage.com:

„Imagine you had not one soul but two, and that the second soul, your "daemon," was animal-like, shape-shifting, something beloved as a pet but strong as a witch's familiar. Imagine the world jangling between the 16th century and the 19th, with its laboratories and universities controlled by a Pope-less, arcane, and omnivorous church. Imagine an instrument called an alethiometer, a truth measure, that is a half-mechanical, half-magical cross between a Tarot deck and a pocket watch. And finally imagine that the Aurora Borealis is not merely a fantastic explosion of electrons but a particle flow of some finer and more powerful energy, perhaps the stuff of life itself and the bridge to an infinity of other universes.

The Golden Compass supposes all this and more: warrior bears in armor of meteoric ore, clans of witches, "gyptian" families who traverse a labyrinth of canals in their barges, and one child of fate, Lyra, who must make allies of them all to save the earth from darkness.

Written by Philip Pullman, a teacher and playwright who has written both adults' and children's novels before, The Golden Compass is one of those lyrical suspensions like Alice in Wonderland and The Lord of the Rings that crosses all age lines and intertwines mythologies and legends with seamless beauty. Lyra's saturnine father, who discovers the energy burst that accompanies the psychic "severing" of a child and its daemon, is named Lord Asriel, after the angel of death who separates the body and the soul. His rival/lover is a veritable Snow Queen, stealing the souls of small children and carrying them to the frozen north (also, intriguingly, where Dr. Frankenstein's meddling with the soul ended). Lyra's own name recalls the lyre, the instrument of the gods. Such intriguing allusions enrich the unfolding tale.

Pullman, like Lewis Carroll (Arthur Dodgson), C.S. Lewis, and J.R.R. Tolkien, is an Oxford man, and part of the book is set among the catacombs of an ancient university town. The "compass," however, points relentlessly upward through a series of astonishing and glorious battles that swirl around the intrepid heroine Lyra, pitting Tartars and zeppelins against bears and witches, shape-changing daemons against one another and light-the truth-blazing at the far end. And, happily, beyond: This is Book 1 of a trilogy called His Dark Materials.

Og frá sjónarmiði Science Fiction aðdáanda:

„The story is gripping, but I was more enchanted by the world that Pullman depicts, particularly by the daemons. Every human being is linked to a daemon that must stay within a few feet of its person. Children's daemons shapeshift, but they settle on a single animal form during puberty. Telepathic animal companions have been done to death and beyond, but the daemons are strange and fascinating and utterly integral to Lyra's society. Pullman performs a number of other improbable feats. His Child Of Destiny motif isn't cloying. His villains, amoral people who are doing Horrible Things to children (did I mention that you might not want to read this to little kids?), are occasionally sympathetic; and the characterization is on the whole complex and believable. Most astonishingly, Pullman has created talking polar bears that are miles away from cuddly. Trilogy-haters should be warned that an author's note at the front states that this is the first book of a trilogy called "His Dark Materials."

„The second novel will be set in our universe, and the third will move between the universes. The end of The Golden Compass doesn't exactly leave the reader hanging, but the story is certainly not complete. I'm greatly looking forward to the sequel, The Subtle Knife. It's been a long time since I read a fantasy that sucked me in as thoroughly as this one did.“

„I recommend The Golden Compass very highly, particularly to fans of Diana Wynne Jones and Diane Duane."

Editorial Reviews Amazon.com:

"Some books improve with age--the age of the reader, that is. Such is certainly the case with Philip Pullman's heroic, at times heart-wrenching novel, The Golden Compass, a story ostensibly for children but one perhaps even better appreciated by adults. The protagonist of this complex fantasy is young Lyra Belacqua, a precocious orphan growing up within the precincts of Oxford University. But it quickly becomes clear that Lyra's Oxford is not precisely like our own--nor is her world. For one thing, people there each have a personal daemon, the manifestation of their soul in animal form. For another, hers is a universe in which science, theology, and magic are closely allied: As for what experimental theology was, Lyra had no more idea than the urchins. She had formed the notion that it was concerned with magic, with the movements of the stars and planets, with tiny particles of matter, but that was guesswork, really. Probably the stars had daemons just as humans did, and experimental theology involved talking to them. Not that Lyra spends much time worrying about it; what she likes best is "clambering over the College roofs with Roger the kitchen boy who was her particular friend, to spit plum stones on the heads of passing Scholars or to hoot like owls outside a window where a tutorial was going on, or racing through the narrow streets, or stealing apples from the market, or waging war."

„But Lyra's carefree existence changes forever when she and her daemon, Pantalaimon, first prevent an assassination attempt against her uncle, the powerful Lord Asriel, and then overhear a secret discussion about a mysterious entity known as Dust. Soon she and Pan are swept up in a dangerous game involving disappearing children, a beautiful woman with a golden monkey daemon, a trip to the far north, and a set of allies ranging from "gyptians" to witches to an armor-clad polar bear.“

Síðast uppfært 10. febrúar 2004
Þennan vef gerði Anna H. Pálsdóttir. þýðandi þríleiksins.