Kennari: Anna Heiða Pálsdóttir, PhD
 
-HEIM
-UM NÁMSKEIÐIÐ
-Stutt lýsing
-Kennsluáætlun
-UM KENNARANN
-Æviágrip / ritstörf
-VERKEFNI
-Námsmat
--1. Umræður
--2. Hópverkefni
--3. Próf í mars
--4. Lokaritgerð
-LESEFNI
-Bækurnar
-Ævintýri
-Þjóðsögur
-Bettelheim
-ÍTAREFNI
-Greinar á íslensku
-Greinasafn, erlent
-Lokaritgerðir
-Fræðibækur ísl.
-Fræðibækur erl.
-TENGLAR
-EINKUNNIR
-FYRIRSPURNIR
-„FEEDBACK“

VERKEFNI nr. 2

Hópverkefni (vægi 15%)

Ein tilvitnun: Any reviewer who expresses rage and loathing for a novel is preposterous. He or she is like a person who has put on full armor and attacked a hot fudge sundae.“ Kurt Vonnegut (1922-)


Fyrirkomulag
Hópverkefnin dreifast á önnina (sjá kennsluáætlun) og þau gilda 15% af heildareinkunn.

Skipting í hópa
Nemendum verður í fyrsta tíma skipt niður í hópa. Í hverjum hóp eru 3-4 nemendur. Nemandi velur sér hóp og hlutverk innan hans. Ef þú velur t.d. Gegnum Þyrnigerðið eftir Iðunni Steinsdóttur, geturðu valið að fjalla um:

Þú sérð á kennsluáætlun hvenær fjallað verður um hverja bók og hver hefur skrifað sig í hópinn fyrir þá bók. Ef þú hefur ekki enn valið bók og hlutverk, sendu mér tölvupóst og segðu hvað þú kýst (þ.e.a.s. ef það er enn laust).

„Stofnfundur“ hópsins
Gott er að hópurinn hittist t.d. í frímínútum einni viku fyrir umfjöllunardaginn (sem væri þá 5. febrúar) og spjalli saman. Sjá verkefnaskiptingu neðar á þessari síðu. Hver nemandi skoðar sitt viðfangsefni eftir stofnfundinn og hefur í huga við lestur bókarinnar.

BREYTING: Vegna þess að nemendahópurinn er svo sundurleitur og úr svo mörgum deildum féll ég frá þessari hugmynd og taldi vænna að hver ynni sitt verkefni og síðan tengdust viðfangsefnin í umfjölluninni. Einhver kvartaði yfir þessu á tillögusíðunni. Ég tek þá tillögu til greina og athuga fyrir næsta námskeið hvernig hægt er að láta hópinn vinna meira saman.

Kynningin
Daginn sem fjallað verður um bókina mun kennari flytja fyrirlestur um hana (fyrri kennslustund). Í seinni kennslustundinni flytur hópurinn sína kynningu. Hver nemandi talar í u.þ.b. 5 mínútur. Mundu að kynna þig (nafn) og hvert þessara verkefna þú ætlar að tala um.

BREYTING: Vegna nokkurra ábendinga breytti ég fyrirkomulaginu þannig að kynningar nemenda eru fyrst og svo tala ég. Annars hefðu nemendur þurft að endurtaka ýmislegt sem ég sagði og það gæti svæft hina. Nemendur eru hins vegar orðnir svo ónæmir fyrir svæfingaráhrifum orða minna, að betra þykir að ég sjái um endurtekninguna.

Námsmat
Hver nemandi fær einkunn eftir því hversu vel hann kynnir efnið og styður álit sitt með dæmum. VINSAMLEGAST FARIÐ EFTIR ÁBENDINGUM (undir sérstökum liðum hér að ofan) OG TALIÐ EKKI LENGUR EN Í 8-10 MÍNÚTUR).

Að lokum
Ekki kvíða þessu. Kynningin er stutt og getur verið skemmtileg. Þú þarft æfingu í að koma fram og rökstyðja skoðanir þínar. 
Vefmeistari: Anna Heiða Pálsdóttir