Kennari: Anna Heiða Pálsdóttir, PhD
 
-HEIM
-UM NÁMSKEIÐIÐ
-Stutt lýsing
-Kennsluáætlun
-UM KENNARANN
-Æviágrip / ritstörf
-VERKEFNI
-Námsmat
--1. Umræður
--2. Hópverkefni
--3. Próf í mars
--4. Lokaritgerð
-LESEFNI
-Bækurnar
-Ævintýri
-Þjóðsögur
-Bettelheim
-ÍTAREFNI
-Greinar á íslensku
-Greinasafn, erlent
-Lokaritgerðir
-Fræðibækur ísl.
-Fræðibækur erl.
-TENGLAR
-EINKUNNIR
-FYRIRSPURNIR
-„FEEDBACK“

STUTT LÝSING
á námskeiði 05.00.54

  • tilgangur
  • kröfur
  • fyrirkomulag

Heiti námskeiðs: Barna- og unglingabókmenntir

Námskeiðsnúmer: 05.00.54

Deild/Skor: Bókmenntafræði- og málvísindaskor

Kennslumisseri: Vor 2004

Kennsluár: 2003-2004

Einingafjöldi: 5 einingar

ECTS: 10 einingar

Kennslufyrirkomulag: 4 kennslustundir á viku. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:50 (5 mínútna hlé kl. 18:00) í stofu 225 í aðalbyggingu. Sjá nánari kennsluáætlun hér.

Námskeiðslýsing:

Nemendur kynna sér úrval íslenskra og þýddra barnabóka frá 1972-2002 með sérstakri áherslu á fantasíur. Könnuð verður þróun ritstíls barnabókahöfunda á þessu tímabili og áhrif hinna ýmsu strauma (t.d. raunsæis og fantasíu). Sérstaða barnabóka innan almennrar bókmenntaumfjöllunar verður skilgreind, svo og staða íslenskra barnabóka í alþjóðlegu umhverfi.

Námskeið innan bókmenntafræðiskorar sem einnig er opið nemendum í öðrum greinum, t.d. íslensku og bókasafns- og upplýsingafræði. Tilgangur með námskeiðinu er að auka skilning og matshæfni nemenda á barna- og unglingabókum. Nemendur lesa frumsamdar og þýddar bækur fyrir börn og unglinga ásamt nokkrum ljóðum, þjóðsögum og ævintýrum og skoða samspil mynda og texta í myndabókum fyrir börn.

Námskeiðið skiptist að mestu í fjóra hluta

1. Saga barnabóka (á Íslandi aðallega).
2. Sagnahefð (fjallað um þjóðsögur og ævintýri ásamt goðsögnum).
3. Sögulegar skáldsögur og nútímabækur
4. Fantasíur (nemendur skoða fantasíur – aðallega þær nýjustu).

Námskeiðið er ætlað nemendum sem ekki hafa sótt námskeið um barnabækur á háskólastigi. Það er ekki sérstaklega hugsað fyrir kennara sem hyggjast nota barnabækur til kennslu, né heldur þá sem huga að barnabókum vegna uppeldisfræðilegra hugsjóna, heldur fyrir þá sem einkum hafa áhuga á bókmenntafræðilegu gildi barnabóka. Kennslan fer fram með fyrirlestrum og umræðum. Nemendur læra að greina barnabækur með sýnishornum af hinum ýmsu sögutegundum innan barna- og unglingabókageirans.

Námskeiðinu er ætlað að

• skoða barnabækur sem grein innan bókmennta í þjóðfélagslegu, menningarlegu og sögulegu samhengi

• auka fræðilega umfjöllun á sviði barnabóka

• skoða hvernig barnabækur hafa verið, og eru enn, notaðar sem verkfæri til að flytja og gagnrýna ríkjandi hugmyndafræði (ídeológíu)

Að loknu námskeiði ættu nemendur að:

• hafa öðlast vitneskju um hið breiða svið bókmennta fyrir börn og þjóðfélagslegt, menningarlegt og sögulegt gildi þeirra.

• hafa gert sér grein fyrir hvernig gildi barnabóka hefur breyst í gegnum tíðina og hvaða þróun veldur því að sumar barnabækur eru betur metnar en aðrar

• hafa öðlast skilning á ýmsum fræðilegum hugtökum sem varða barnabækur, t.d. femínisma, marxisma, sálfræðilegri greiningu o.fl. til þess að auðvelda greiningu á texta barnabóka.

• þekkja hinar ýmsu greinar barna- og unglingabókmennta og hvað ræður flokkun þeirra

• hafa gert sér grein fyrir mismunandi túlkunum á því hvernig „barn“ er skilgreint á mismunandi tímum

• kunna að skoða, meta og gagnrýna barnabækur og greina á milli „vel skrifaðra“ bóka og „skyndiskrifa“ – og hvað það er sem gerir bók að „sígildu“ verki.

• geta skoðað „merkjakerfið“ sem kemur fyrir í barnabókum (bæði gegnum myndir og texta) og þannig borið kennsl á og metið þau skilaboð og gildismat sem falin eru í barnabókum.

• Geta gert greinarmun á hugsunum og tilgangi hinna fullorðnu sem framleiða, gefa út og markaðssetja barnabækur annars vegar, og hins vegar barnanna sem eiga að lesa þær.

UPPBYGGING NÁMSKEIÐSINS:

Námskeiðinu er ætlað að höfða til stórs nemendahóps, bæði þeirra sem áhuga hafa á barnabókum sem bókmenntafræðingar eða bókasafnsfræðingar og hinna sem hugsanlega munu vinna með börnum í framtíðinni. Skoðað er þjóðfélagslegt samhengi á milli barnabóka og umhverfisins og hlutverk barnabóka í uppbyggingu menningarþjóðfélags. Nemendur eru hvattir til að lesa barnabækur á mismunandi hátt til að skoða stílinn, plottið og uppbyggingu þeirra.

Nemendur verða að:

1. Mæta reglulega í tíma
2. Taka virkan þátt í umræðum
3. Vera tilbúnir í hópverkefni
4. Skila verkefnum tímanlega.
5. Hafa gaman af lestri barnabóka!

Verkefni

Ef verkefni er skilað of seint lækkar einkunnin um 10%. Viku eftir lokaskiladag er ekki tekið á móti verkefni.

Námsmat

Mat nemenda fer þannig fram:

1. Mæting og þátttaka í umræðum – 10%
2. Hópverkefni, 3-4 í hóp, dreift á misserið – 15%
3. Stutt próf 23. mars – 15%
4. Lokaritgerð, skiladagur 26. apríl – 60%

Sjá nánar um hvern verkefnalið á valstikunni vinstra megin.

 

 
Vefmeistari: Anna Heiða Pálsdóttir