-Forsíða
-Æviágrip
- - Menntun/störf
- - Kanada 1919-1930
- - Ísland 1930-1931
- - Kanada 1931-1934
- - Ísland 1934-1945
- - Árin 1945-1960
- - Eftir 1960
-Ættartala
- - Stefán, faðir G.St.
- - Friðný, móðir G.St
- - Systkini Guðrúnar
- - Ættingjar í Kanada
-Maki
- - Páll S. - æviágrip.
- - Ættartala Páls S.
-Afkomendur
- - Listi
- - Um börnin átta
- - Hópmyndir, börnin.
-Minningarbrot
- - Formáli minning.
- - Hugleiðingar barna
- - Guðrún Elísabet
-Ljósmyndir
- - Nr, 1 (1919-1934)
- - Nr.2 (1935-1945)
- - Nr 3 (börn ung I)
- - Nr 4 (börn ung II)
- - Nr 5 (1959-1979)
- - Nr.6 (í vinnslu))
- - Nr.7 (GSt. sextug))
- - Nr.8 (1979-1999)
- - Nr. 9 (2000-2001)
- - Nr.10 (2002 a)
- - Nr.11 (2002 b))
- - Nr.12 (2003 a)
- - Nr.13 (2003 b)
- - Nr.14 (í vinnslu)
-Tenglar
-English

 

 

Guðrún Stephensen

Um föður hennar:

Stefán Stephensen

Stefán Hansson Stephensen, faðir Guðrúnar, var fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum í Árnessýslu og samkvæmt kirkjubókum er hann sagður fæddur þann 25. nóvember 1872. (Hann sagði þó alltaf sjálfur að hann hefði verið fæddur þann 23., en vegna annríkis prestsins hafði fæðingin ekki verið skráð í kirkjubækur fyrr en þann 25. nóvember). Hann lést þann 1. júlí 1941.

Faðir Stefáns: Hans Stefánsson Stephensen, f. 21.11.1843 að Kálfafelli í Fljótshverfi, d. 16.10.1905 í Reykjavík. Hann fluttist að Hlemmiskeiði þegar hann kvæntist Guðrúnu, sem var dóttir Ögmundar bónda á Hlemmiskeiði. Hans keypti síðar jörðina Hurðarbak í Kjós og ólst Stefán þar upp þar til fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Faðir Hans var Stefán S. Stephensen, f. 13.09.1802 á Hvanneyri, d. 12.10.1851 á Reynivöllum í Kjós (sonur Stefáns Ö. Stephensen, f. 27.12.1767, d. 30.12.1820 og Mörtu Maríu, k.h. f. 17.11.1770, d. 14.06.1805). Kona hans var Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 15.05.1810, d. 16.03.1888 (dóttir Þorvalds, prests í Holti, f. 21.05.1758, d. 21.11.1830 og k.h. Kristínar Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð).

Móðir Stefáns: Guðrún Ögmundsdóttir, f. 30. maí 1841 í reykjavík, d. 5. júlí 1907. Hennar faðir var Ögmundur Hansson, bóndi á Hlemmiskeiði á Skeiðum (sonur Hans og Vigdísar). Móðir hennar var Þórunn Sturlaugsdóttir, dóttir Sturlaugs og Þorbjargar Björnsdóttur.

Systkini: Ögmundur (faðir Þorsteins Ö., leikara), Þórunn og Guðrún. Meiri upplýsingar væntanlegar.

Fyrri eiginkona: Guðrún Steinadótttir frá Valdastöðum í Kjós (kv. desember 1905). Guðrún dó af barnsförum í september 1906 og barnið dó líka.

Seinni eiginkona: Friðný Gunnlaugsdóttir.

Á þessum árum tók kona til í íbúð afa þíns sem hét Jónína Erlendsdóttir. Hún varð barnshafandi og ól barn í mars 1910. Það var Ásta hálfsystir mín. Afi þinn bjó þó aldrei með Jónínu.

Barn Stefáns með Jónínu Erlendsdóttur frá Akranesi:
Ásta Eygló Stefánsdóttir, f. 30. mars 1909.

Börn Stefáns með Friðnýju Gunnlaugsdóttur:
Guðrún Guðbjörg Stephensen, f. 11. maí 1919.
Gunnlaugur Hans Stephensen, 12. febrúar 1925.

Sjáið nánar um sögu Stefáns á þessari síðu (um æsku Guðrúnar).

Skoða má framættir Stefáns hér (tekið úr Íslendingabók sem Íslensk erfðagreining stendur að, með þakklæti). Þetta er Acrobat-skjal, svo þú verður að hafa Acrobat-Reader í tölvunni þinni.

Meira um framættir:

 


Stefán Stephensen, faðir Guðrúnar.

 

Vefmeistari (Webmaster): Anna Heiða Pálsdóttir (s. 567-9170 og 698-9170)
Síðasta uppfærsla / last updated 25. desember 2003