Guðrún Stephensen: Myndasafn 12 (janúar - ágúst 2003)
Gudrun Stephensen: Photo Album, Page 12 (January to August 2003)

<< Fyrri myndasíða (nr. 11)
Næsta myndasíða (nr. 13) >>
Þann 1. febrúar 2003 var Frosti Blöndal Björnsson skírður í Seltjarnarneskirkju. Hér situr móðirin, Sunna Guðrún með soninn við hliðina á langömmu drengsins, Guðrúnu Stephensen.
Sunna Guðrún með skírnarbarnið, Frosta, ásamt prestinum, séra Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur. Tekið 1. febrúar 2003.

Skírn Frosta 1. febrúar 2003. T.f.v. Árni Möller, Guðrún Stephensen og Anna Heiða.

Þann 28. febrúar 2003 bauð Ívar systkinunum til sín og þessi mynd var tekin þegar Guðrún var að fara úr veislunni ásamt Stefáni. T.f.v. Tóta, Stefán, Arnór, Anna Heiða, Ívar og Signý.

Hinn 11. maí 2003 var haldið upp á 84 ára afmæli Guðrúnar Stephensen í sal á Eir. Hér sjást Oddný Thorsteinson, Tóta og afmælisbarnið.

Í afmælisboðinu: Guðrún og Oddný bera saman bækur sína og hafa margs að minnast. Þær höfðu þekkst í marga áratugi.

Synirnir Páll Arnór (t.v.) og Ívar settust hjá mömmu til að samfagna henni.
Guðrún ljómaði á afmælisdaginn, glæsileg og heillandi. Engan grunaði að þetta yrði síðasti afmælisdagurinn hennar.
Klappað fyrir afmælisbarninu. T.f.v. Unnur (dóttir Tótu), Tóta, Sísí (dóttir Önnu Heiðu) með Frosta (son Sunnu), Sunna (dóttir Sissúar) og Anna Heiða.
Í lífinu skiptast á sorg og gleði. Hér er Guðrún að heimsækja gröf eiginmanns síns á 20 ára dánardegi hans, 11. júlí 2003.
<< Fyrri myndasíða (nr. 11)
Næsta myndasíða (nr.13 )>>
Vefmeistari (Webmaster): Anna Heiða Pálsdóttir (s. 567-9170 og 698-9170)
Síðasta uppfærsla / last updated 1. janúar 2004
<< Aftur á aðalsíðu