-Forsíða
-Æviágrip Guðrúnar
- - Menntun/störf
- - Kanada 1919-1930
- - Ísland 1930-1931
- - Kanada 1931-1934
- - Ísland 1934-1945
- - Árin 1945-1960
- - Eftir 1960
-Æviágrip Páls
- - Í vinnslu
-Ættartala Guðrúnar
- - Stefán, faðir G.St.
- - Friðný, móðir G.St
- - Systkini Guðrúnar
- - Ættingjar í Kanada
-Ættartala Páls
- - Ættartala Páls S.
-Afkomendur
- - Listi
- - Um börnin átta
- - Hópmyndir, börnin.
-Minningarbrot
- - Formáli minning.
- - Hugleiðingar barna
- - Guðrún Elísabet
-Ljósmyndir
- - Nr, 1 (1919-1934)
- - Nr.2 (1935-1945)
- - Nr 3 (börn ung I)
- - Nr 4 (börn ung II)
- - Nr 5 (1959-1979)
- - Nr.6 (í vinnslu))
- - Nr.7 (GSt. sextug))
- - Nr.8 (1979-1999)
- - Nr. 9 (2000-2001)
- - Nr.10 (2002 a)
- - Nr.11 (2002 b))
- - Nr.12 (2003 a)
- - Nr.13 (2003 b)
- - Nr.14 (í vinnslu)
-Tenglar
-English

 

Guðrún Stephensen - Æviágrip 2. hluti: Ísland 1930-1931

Á síðustu árum Guðrúnar sagði hún okkur börnunum ýmsar sögur frá æsku sinni, uppvexti og lífi. Við höfuðm safnað þessum sögubrotum saman og Stefán, elsti bróðirinn, gerði úr þeim snjalla heildarmynd. Stefán setur sig í spor sögumanns sem situr hjá mömmu og spjallar við hana um farinn veg.

Þessum ævibrotum hef ég skipt niður í fjóra hluta. Hér er annar hluti, um heimsókn mömmu til Íslands, frá 1930 - 1931.

Nú er mamma kominn á skrið og og auðséð að minningarnar hleypa í hana krafti. Ég hjálpa henni framúr og hún sest inn í stofu með tebolla. Nú streymir allt fram eins og það hafi gerst í gær.

Ömmu þína langaði að flytja aftur heim til Íslands. Hana langaði sérstaklega til að fara á Alþingishátíð, sem halda átti á Þingvöllum um sumarið 1930. Hópur Íslendinga hafði ákveðið að fara þangað og átti að halda saman. En pabbi þrjóskaðist við - honum gekk ágætlega með smíðarnar og var nokkuð ánægður með lífið í Winnipeg. Þá setti kreppan mikla 1929-30 strik í reikninginn. Minna varð um framkvæmdir, og minni eftirspurn eftir húsasmiðum. Pabbi byggði samt hús sem hann hafði hugsað sér að selja, og hét mömmu því að ef honum tækist að selja það á góðu verði, færu þau öll til Íslands á Alþingishátíðina. Og það tókst.

Þeir Íslendingar í Winnipeg sem ætluðu á Alþingishátíðina tóku á leigu skip, og átti að halda hópinn alla leið fram og til baka. En nú var pabbi farinn að hugsa um möguleikann á því að flytja aftur til Íslands og gera mömmu til hæfis. Þess vegna seldu þau húsið sitt við Simcoe Street. Þau seldu líka húsgögnin og pökkuðu lausamunum, búsáhöldum, leirtaui og öðru fjölskyldugóssi í stórar járnkistur sem þau tóku með til Íslands. Síðustu nóttina í Winnipeg kviknaði í kassaverksmiðju í útjaðri bæjarins og fékk fjölskyldan – ásamt hinum Íslendingunum – lítinn svefnfrið þá nótt.

Ég var nýorðin ellefu ára þennan sumarmorgun sem við lögðum af stað með lestinni frá Winnipeg og Gunnlaugur bróðir var fimm ára. Í lestinni voru allir fullir tilhlökkunar að sjá fósturjörðina aftur. Íslensku konurnar voru búnar að gleyma veðurfarinu á Íslandi og höfðu meðferðis töskur með sumarkjólum og blómahöttum til að státa sínu besta á Alþingishátíðinni.

Lestarferðin tók á annan sólarhring. Í Quebec beið skipið eftir Íslendingunum, sem komu sér fyrir í káetum og kojum. Skapið var létt hjá mannskapnum. Siglt var niður eftir St. Lawrence ánni til sjávar, og síðan var stefnan tekin á Ísland. Ég man hvað ég var kvíðinn þegar við nálguðumst Quebec brúnna. Ég var sannfærð um að mastrið á skipinu mundi rekast upp undir brúnna. Auðvitað sigldum við undir brúnna slysalaust. Um borð í skipinu var ung stúlka, sem klæddist stuttum kjól, en þeir voru þá nýkomnir í tísku. Hún var líka í silkisokkum og háhælaskóm, og vakti mikla athygli meðal hinna, þá sérstaklega fyrir þann hæfileika sinn að spá í bolla. Fólkið sat um hana og beið eftir að heyra hvað framtíðin bæri í skauti sér. Ég sá stúlkuna aldrei einsamla, og alltaf var hún jafn kát og fjörug og vinsamleg við skipsfélaga sína.

Siglingin til Íslands tók 9 daga. Fjölskyldan bjó fyrst um sinn í Hólabrekku á Grímstaðaholti, þar sem Ögmundur Stephensen, bróðir pabba, bjó ásamt konu sinni, Ingibjörgu og börnum, en eitt þeirra var Þorsteinn Ö. Stephensen, síðar leikari. Stefán afi þinn smíðaði Hólabrekku árið 1910 fyrir Ögmund.

Við fórum á Alþingishátíðina og tjölduðum vestan við Almannagjá, þar sem bílastæðin voru á hátíðinni 1974. Í hópnum voru: Pabbi, mamma, Gunnlaugur bróðir, Ögmundur, Ingibjörg og börn þeirra. Eftir hátíðahöldin héldum við öll saman í tjöldin, og strákarnir skemmtu með draugasögum fram á nótt.

Haustið 1930 leigði fjölskyldan tvö herbergi að Laugavegi 27b af foreldrum Sr. Þóris Stephensen. Við bjuggum þar um veturinn. Ég gekk í Austurbæjarskólann, en þetta var fyrsta árið sem hann starfaði. Ég var í tilraunabekk-æfingabekk Kennaraskólans. Pabbi var ekki hrifinn af lífinu á Íslandi og mamma varð fyrir vonbrigðum með fósturlandið. Meirihluti fína borðbúnaðarins, sem hún hafði pakkað svo vandlega í járnkistuna, hafði brotnað í sjóferðinni. Í Kanada hafði hún vanist tækjanotkun, og átti m.a. þvottavél með vindu, sem gekk fyrir rafmagni. Pabbi hafði smíðað fyrir hana bekk við þvottavélina, þannig að þvotturinn var leikur einn. Á Íslandi þurfti mamma hins vegar aftur að hverfa til þvottabretta. Baðkar fylgdi heldur ekki íbúðinni sem við bjuggum í. Annað angraði þau og sérstaklega fannst pabba Íslendingar vera langt á eftir í öllu, og kotbúskapur þeirra ekki freistandi. Því var ákveðið að snúa aftur „heim“. Ég saknaði líka ýmislegs eins og hjólaskauta en þótti annars gaman á Íslandi. Fannst reyndar margt ansi lítið þegar ég kom fyrst til Íslands.

Sjáið næsta hluta um komuna aftur til Kanada og næstu árin.

 

Vefmeistari/Webmaster: AH 2005-2006