-Forsíða
-Æviágrip Guðrúnar
- - Menntun/störf
- - Kanada 1919-1930
- - Ísland 1930-1931
- - Kanada 1931-1934
- - Ísland 1934-1945
- - Árin 1945-1960
- - Eftir 1960
-Æviágrip Páls
- - Í vinnslu
-Ættartala Guðrúnar
- - Stefán, faðir G.St.
- - Friðný, móðir G.St
- - Systkini Guðrúnar
- - Ættingjar í Kanada
-Ættartala Páls
- - Ættartala Páls S.
-Afkomendur
- - Listi
- - Um börnin átta
- - Hópmyndir, börnin.
-Minningarbrot
- - Formáli minning.
- - Hugleiðingar barna
- - Guðrún Elísabet
-Ljósmyndir
- - Nr, 1 (1919-1934)
- - Nr.2 (1935-1945)
- - Nr 3 (börn ung I)
- - Nr 4 (börn ung II)
- - Nr 5 (1959-1979)
- - Nr.6 (í vinnslu))
- - Nr.7 (GSt. sextug))
- - Nr.8 (1979-1999)
- - Nr. 9 (2000-2001)
- - Nr.10 (2002 a)
- - Nr.11 (2002 b))
- - Nr.12 (2003 a)
- - Nr.13 (2003 b)
- - Nr.14 (í vinnslu)
-Tenglar
-English

 

Formáli minningargreina

Hér er formáli minningargreina um Guðrúnu Stephensen, sem jarðsungin var í Dómkirkjunni þann 6. janúar 2004 kl. 13:30.

 

Guðrún Guðbjörg Stephensen fæddist í Selkirk, Manitoba, Kanada 11. maí 1919. Hún varð bráðkvödd á hjúkrunarheimilinu Eir 19. desember 2003.

Foreldrar Guðrúnar voru Stefán Hansson Stephensen, f. á Hlemmiskeiði, Skeiðum 23. nóvember 1872, d. 7. júlí 1941 og Friðný Sigurborg Gunnlaugsdóttir, f. í Hlíð Álftafirði, Ísaf. 18. apríl 1884, d. 15. apríl 1951. Þau hjón eignuðust dótturina Guðrúnu og soninn Gunnlaug Hans Stephensen f. 12. febrúar 1925, d. 4. júní 1980. Fyrir átti Stefán dótturina Ástu Eygló f. 30. mars 1910 með Jónínu Erlendsdóttur f. 11. desember 1878, d. 29. janúar 1954 og Friðný átti soninn Pétur f. 14. maí 1904, d.[ ] 1983 með Jóni Bjarnasyni f. 2. janúar 1881, d. 3. júní 1929.

Guðrún giftist 16. apríl 1945 Páli S. Pálssyni hrl., f. 29. janúar 1916, d. 11. júlí 1983. Foreldrar hans voru Páll Jónsson f. í Sauðanesi, A-Hún. 15. mars 1875, d. 24. október 1932 og Sesselja Þórðardóttir f. á Steindyrum í Svarfaðardal 29. ágúst 1888, d. 10. september 1942.

Guðrún og Páll eignuðust átta börn:

1) Stefán f. 3. júlí 1945 og á hann þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu Hólmfríði Árnadóttur f. 3. maí 1947. Árna f. 1973 og tvíburadæturnar Önnu Guðrúnu og Guðrúnu Elísabetu f. 1975. Dóttir Stefáns með Líneyju Helgadóttur f. 22. júní 1949 er Helga Þórdís f. 1969. Sambýliskona Stefáns er Guðrún Jónsdóttir f. 1. október 1951;

2) Sesselja (Sella) f. 25. október 1946 og á hún soninn Spencer W. Allen f. 1970 með fyrrverandi eiginmanni George W. Allen Jr.;

3) Páll Arnór f. 5. júní 1948 kvæntur Ragnheiði Valdimarsdóttur f. 18. júní 1949 og eiga þau börnin Þórdísi Hrönn f. 1966, Páll Sigþór f. 1974 og Hauk Valdimar f. 1982;

4) Signý f. 11. mars 1950 og eignaðist hún fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni Ólafi H. Torfasyni f. 27. júlí 1947. Melkorku Teklu f. 1970, Guðrúnu f. 1973, d. 1973, Torfa Frans f. 1975 og Guðrúnu Jóhönnu f. 1977. Sambýlismaður Signýjar er Árni Möller f. 18. janúar 1952;

5) Þórunn f. 3. nóvember 1951 og á hún soninn Jón Pál f. 1974 með fyrrverandi eiginmanni Halldóri Jónssyni f. 7. apríl 1950 og dótturina Unni Ósk f. 1984 með fyrrverandi eiginmanni Stefáni Olsen Ásgeirssyni f. 12. júní 1955; 6) Sigþrúður (Sissú) f. 22. nóvember 1954 og á hún dótturina Sunnu Guðrúnu f. 1982 með Anthony Linwood Eaton f. 1943;

7) Anna Heiða f. 14. maí 1956 gift Hilmari Ævari Hilmarssyn f. 12. febrúar 1958 og eiga þau börnin Sigríði Ástu f. 1983 og Hilmar Ævar f. 1988;

8) Ívar f. 26. febrúar 1958 kvæntur Gerði Thoroddsen f. 18. ágúst 1959 og eiga þau börnin Magnús f. 1989, Stefán Pál f. 1991 og Heru Sólveigu f. 1994. Ívar á soninn Óla f. 1982 með Emelíu Jóhannsdóttur f. 25. maí 1957. Við andlát Guðrúnar voru niðjar hennar 39.

Guðrún ólst upp í Winnipeg, Kanada til 15 ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Íslands. Lauk kennaraprófi frá KÍ 1937 og stúdentsprófi utanskóla frá MR 1940. Var við nám í forskólakennslu við Teachers College, Columbia University á árunum 1940-1942.

Guðrún hóf störf sem fóstra á Grænuborg og varð forstöðukona þar um tvítugt. Hún var kennari og forstöðukona á barnaheimilum Sumargjafar meira og minna á árunum 1938-1947. Frá 1970 var hún við stundakennslu í gagnfræðaskólum og síðan við enskukennslu í Félagsstarfi aldraðra. Hún tók leiðsögumannapróf, var fararstjóri í utanlandsferðum, og vann frá 1982 fram að starfslokum við gæslu á Þjóðminjasafni Íslands.

 

Vefmeistari/Webmaster: AH 2005-2006