Velkomin á heimasíðu Önnu Heiðu

Þetta er heimasíða einstaklings sem hefur gaman af því að skrifa og miðla fróðleik.

DAGBÓK er eins konar „blogg“ þar sem ég set annað slagið inn þankabrot og ýmsa hluti sem eru að gerast í lífi mínu og fjölskyldunnar. Hún byrjaði á föstudaginn langa, 25. marz 2005.

UM MIG segir frá sjálfri mér, æsku minni, menntun, fyrri störfum og áhugamálum mínum sem eru ófá.

RITSTÖRF eru reyndar eitt af mínum aðaláhugamálum en hér hef ég sett lista yfir greinar og bækur sem ég hef skrifað og einnig heilræði til verðandi rithöfunda. Hér er að finna heilar greinar á PDF-skjölum, ásamt ritgerðum mínum til BA, MA og PhD-gráðu.

GAGNRÝNI er um barnabækur og þar finnur þú bæði birta og óbirta gagnrýni eftir mig og aðra á íslenskar og erlendar barnabækur.

FJÖLSKYLDA mín er dásamleg. Maðurinn minn, Hilmar, og börnin mín , Hilmar og Sísí, fá hér umfjöllun, auk foreldra minna, systkina, tengdafjölskyldu o.þ.h.

KENNSLA er aukabúgrein hjá mér en ég hef ákaflega gaman af kennslu. Ég hef verið með námskeið hjá Endurmenntun H.Í. og víðar í ritlist og frásagnarlist („storytelling“), og svo hef ég kennt barnabókmenntir og breskar bókmenntir við H.Í.

Vonandi sérðu hér eitthvað áhugavert. Þér er velkomið að senda mér línu ef þú hefur t.d. einhverjar athugasemdir við síðuna.

Anna Heiða Pálsdóttir (tölvupóstur)
Tungubakka 34, 109 Reykjavík
Sími 567-9170 og GSM 698-9170

Myndina efst á síðunni tók Björg Vigfúsdóttir, ljósmyndari.

 

Vefmeistari/Webmaster: AH 2005-2006