ÞÝÐINGAR

Ég hef þýtt fjórar bækur úr ensku yfir á íslensku. Auk þess þýði ég blaðagreinar, heimasíður, ræður, ítarefni og alls konar bæklinga. Ég hef m.a. þýtt, skrifað og sett upp bæklinga fyrir íslenskan lýtalækni, þýtt heimasíður fyrir Grand hótel og þar að auki heilmikið efni fyrir Alcoa, t.d. um umhverfismál og áliðnaðinn.

Þetta eru bækurnar sem ég hef þýtt:

Gyllti áttavitinn (Mál og menning, 2000)
Fyrsta bókin í Myrkraefna-þríleiknum („His Dark Materials Trilogy“), Northern Lights, kom út á Englandi árið 1995 og hlaut einróma lof gagnrýnenda, enda hefur hún nú hlotið þrenn ensk bókmenntaverðlaun, þ.á.m. hin eftirsóttu Guardian-verðlaun og Carnegie-orðuna.

Lúmski hnífurinn (Mál og menning, 2001)
Önnur bókin í Myrkraefna-þríleiknum („His Dark Materials“) nefnist á ensku The Subtle Knife. Hún kom fyrst út á Englandi árið 1997. Bókin kom út hjá Máli og menningu í nóvember 2001 og heitir á íslensku LÚMSKI HNÍFURINN.

Skuggasjónaukinn (Mál og menning, 2002)
Aðdáendur þríleiksins HIS DARK MATERIALS fengu allar óskir sínar uppfylltar þegar The Amber Spyglass kom út á Englandi og í Bandaríkjunum. Skuggasjónaukinn er þriðja og síðasta bókin í þríleik Pullmans, algert meistaraverk og hefur hlotið einróma lof eins og hinar bækurnar.


Gallabuxnaklúbburinn (
Mál og menning, 2003)
Bókin heitir á frummálinu "Sisterhood of the Travelling pants." Gallabuxnaklúbburinn hefur hvarvetna fengið afar lofsamlega dóma og vermt efstu sæti metsölulista um allan heim.

 

 

 

Vefmeistari/Webmaster: anna (hjá) ritlist.is