-- Yfirlit
-- Enska (HÍ)
-- Barnabókm (HÍ)
-- Skapandi skrif
-- Fantasíur
-- Frásagnarlist (a)
-- Frásagnarlist (b)
-- Þjóðsagan
-- Ráðgjöf
 

 

RÁÐGJÖF


Ráðgjöf til rithöfunda barnabóka og sagnaþula
á Netinu, í hóptímum og einkatímum - auk yfirlestrar handrita

Ég tek að mér að gefa barnabókahöfundum ráð og lesa yfir handrit reyndra sem óreyndra rithöfunda. Þessari ráðgjöf mætti skipta í þrjá flokka:

1. Ráðgjöf á Netinu.
Það stendur til að nýta þennan vef minn, RITLIST.IS til þess að gefa ýmiss konar ráð og benda á hjálplegar síður fyrir verðandi og starfandi rithöfunda. Við sjáum hvað tíminn leiðir í ljós. Þangað til vil ég benda á einstaklega góðan vef, Rithringinn. Þar eru nokkrir pistlar sem ég hef skrifað. Þú getur skráð þig inn á vefinn og sent inn sögur eða sögubrot eftir þig. Aðrir skráðir notendur gefa ráð og stuðning. Ég hef einstaklega góða reynslu af Rithringnum og hvet alla til að skrá sig þar. Ef þig langar að sjá góða tengla, farðu á síðu Síung (sem ég uppfæri) og líttu á tenglasíðuna.

2. Ráðgjöf í hóptímum.
Það er nú ekki komin mikil reynsla á þetta, þar sem ekki hefur verið mikið um hópvinnu rithöfunda. En ég get tekið að mér að stýra „rithrings-umræðum“ ef rithöfundar eða áhugafólk vill hittast og ræða verk hvers annars eða skriftir yfirleitt. Á dögunum ákváðum við í IBBY að standa að útgáfu smásagnasafns í samvinnu við Mál og menningu. Við báðum 10 barnabókahöfunda að senda inn sögu með efni úr norrænni goðafræði. Höfundarnir hittust svo og ræddu sögurnar, hverja fyrir sig, á góðri kvöldstund í Gunnarshúsi, í boði Rithöfundasambands Íslands. Þetta var mjög góð reynsla fyrir okkur öll. Eftir á gátu höfundarnir „lagað“ sögur sínar eftir ábendingum hinna og skiluðu þeim síðan inn til útgefanda. Bókin kemur út haustið 2003 undir nafninu AUGA ÓÐINS.

3. Einkaráðgjöf.
Ég tek að mér að gefa barnabókahöfundum ráð og lesa yfir handrit reyndra sem óreyndra rithöfunda, svo og ritstjórn á bókum þeirra sem vilja gefa út á eigin vegum. Ef þú vilt fá yfirlestur á handriti, leiðbeiningar eða tillögur, hafðu samband við mig (Önnu Heiðu), með tölvupósti eða í síma 698 9170).

 

 

Vefmeistari/Webmaster: AH 2005-2006