Velkomin á Ritlistarvefinn

Þessi síða er eins konar vefgátt sem vísar inn á ýmsar síður sem ég hef búið til - bæði fyrir mig, félagasamtök sem ég tilheyri, börn sem unna bókum, nemendur mína við Háskólann, og ýmislegt annað. Gefðu þér tíma til að skoða vefina í rólegheitunum. Vonandi finnurðu eitthvað áhugavert.

Bestu kveðjur, Anna Heiða

Vefur IBBY á Íslandi
IBBY á Íslandi er hluti af alþjóðlegum samtökum sem vinna í anda stofnandans: að barnabækur brúi landamæri. Ég er í stjórn samtakanna og sér um heimasíðu þeirra.
Harry Potter vefurinn
Tvímælalaust vinsælasti vefur Önnu Heiðu, með yfir 100 þúsund heimsóknir á sl. 3 árum. Stofnaður árið 1999, og rekinn án hagnaðar. Alls yfir 100 vefsíður.
Þríleikur Philip Pullmans
Þríleikur Philip Pullmans, Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn, er eitt dásamlegasta bókmenntaverk síðari tíma. Ég þýddi bækurnar og setti upp vef fyrir áhugasama.
HERBALIFE vefurinn
Liggur niðri í augnablikinu en ef þig vantar Herbalife - hafðu samband! Ég á alltaf birgðir af því. Missti sjálf 35 kg með hjálp Herbalife. Síminn hjá mér er 698-9170.
Gallabuxnaklúbburinn
Meðal þeirra bóka sem ég hef þýtt er metsölubókin GALLABUXNAKLÚBBURINN sem brátt verður að kvikmynd. Lestu meira um bókina hér (óklárað).
Pabbi og mamma
Mamma mín, Guðrún Stephensen, lést í desember 2003. Þessi vefur kom upp um jólin 2003, m.a. með fjöldamörgum myndum af Guðrúnu og börnum hennar.
Vefur Önnu Heiðu
Þessi vefur er í augnablikinu í uppstokkun en hann fjallar aðallega um mig, æviágrip, fjölskyldu, kennslu, áhugamál, ritstörf, o.s.frv.
SÍUNG-vefurinn
Samtök íslenskra brana- og unglingabókahöfunda (SÍUNG) eru hluti af Rithöfunda-sambandinu (RSÍ). Ég tók að mér að setja upp vef fyrir SÍUNG og uppfæra hann.
Jóhann - besti bílstjórinn
Vinur minn Jóhann er heimsins besti leigubílstjóri og hefur keyrt fyrir Alcoa frá upphafi. Ég er að kasta upp vef fyrir hann sem kynnir þennan ágæta mann fyrir umheiminum.
Hrói höttur - pizza
Þetta er vefur sem ég gerði fyrir Hróa hött. „Í pizzum erum við bestir," segja þeir og það stenst svo sannarlega.
Anna Heiða - sími 698 9170 - Tölvupóstur: anna (hjá) ritlist.is